Snúin staða fyrir VG vegna NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 16:36 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk. Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk.
Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27