Snúin staða fyrir VG vegna NATO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2018 16:36 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk. Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði ríkisstjórnarsamstarfið að umfjöllunarefni þegar hún var spurð út í NATO í tengslum við stuðning Íslands við loftárásir vesturveldanna þriggja á Sýrland en Vinstri hreyfingin - grænt framboð er á móti aðild Íslands að NATO. Það hefur verið ákveðið misræmi í málflutningi ríkisstjórnarinnar er varðar stuðning Íslands við loftárásirnar. „Það er bara þannig að það er alltaf snúið að vera í ríkisstjórn og maður verður bara að horfast í augu við það,“ segir Katrín sem var gestur hjá Björtu Ólafsdóttur formanni Bjartrar framtíðar og þáttastjórnanda í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 sem heitir Þingvellir. Íslensk stjórnvöld ljáðu stuðningsyfirlýsingu NATO við loftárásirnar samþykki sitt. Þetta staðfesti Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, í Silfrinu í morgun, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi í fjölmiðlum í gær sagt Ísland ekki hafa lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Katrín segir að afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ávallt hafa legið fyrir, sem er andstaða við aðild Íslands að NATO. „Hvernig gengur þetta með VG í ríkisstjórn sem er auðvitað opinberlega og einlæglega á móti veru okkar í NATO? Það lá auðvitað algjörlega fyrir þegar við gengum inn í þetta samstarf að NATO er liður í okkar þjóðaröryggisstefnu,“ segir Katrín sem bendir á að hún hafi verið studd af öllum flokkum að undanskildum þingflokki Vinstri grænna. „Þegar við förum inn í ríkisstjórn þá gerðum við það með þau opnu augu að við þurfum að fylgja eftir samþykkt Alþingis, þó að við - með okkar 17% - séum ekki nákvæmlega sammála þessum lið og við störfum samkvæmt þeirri stefnu sem þar hefur verið samþykkt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagðist sýna vesturveldunum skilning án þess þó að lýsa yfir beinum stuðningi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. „Við, Íslensk stjórnvöld, stigum ekki fram með sérstaka stuðningsyfirlýsingu í kjölfar árásanna eins og Evrópusambandið gerði og raunar mörg önnur ríki en hins vegar kom það líka fram í mínu máli í gær að málið yrði tekið fyrir innan NATO sem var gert síðan í gær og þar var samþykkt yfirlýsing um þessi mál en um leið ítrekaði Ísland þessa afstöðu sína að eina lausnin sé pólitísk eða diplómatísk lausn,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segist trúa á að eina lausnin í málefnum Sýrlands sé diplómatísk.
Tengdar fréttir Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Fundurinn hefst kl. 20. Þar verður að líkindum fjallað um loftárásir þriggja NATO-ríkja í Sýrlandi og stuðning íslenskra stjórnvalda við þær. 15. apríl 2018 14:27