Utanríkismálanefnd fundar um Sýrland í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 14:27 Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd í kvöld vegna árásanna í Sýrlandi. Vísir Utanríkisráðherra og embættismenn frá ráðuneyti hans munu koma á sérstakan fund í utanríkismálanefnd Alþingis vegna loftárása Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi í kvöld. Ólíkar áherslu virðast á meðal stjórnarflokkanna um afstöðu stjórnvalda til árásanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í gær skiljanlegt að ríkin þrjú hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarlega efnavopnaárásar sem Sýrlandsstjórn er sökuð um að hafa framið gegn eigin borgurum í bænum Douma um síðustu helgi. Hann harmaði þó að engin diplómatísk lausn hefði fundist áður. NATO gaf út yfirlýsingu í gær um að aðildarríkin lýstu yfir stuðningi við aðgerðirnar. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sagði á RÚV í dag að íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt yfirlýsingu NATO. Það virðist stangast nokkuð á orð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í viðtali í gær þar sem hún sagði að ríkisstjórnin hefði ekki lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum sínum um árásirnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þættinum Sprengisandi í hádeginu að hún væri mótfallin árásunum. Loftárásir hefðu engan vanda leyst í Sýrlandi fram að þessu. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, efuðust einnig um réttmæti árásanna í þættinum. Logi sagðist telja árásirnar ótímabærar og Silja Dögg sagði að réttari leið hafi verið að leggja þær fyrir þing landanna. Fundurinn í utanríkismálanefnd verður haldinn kl. 20, að því er kemur fram á vef Alþingis. Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Utanríkisráðherra og embættismenn frá ráðuneyti hans munu koma á sérstakan fund í utanríkismálanefnd Alþingis vegna loftárása Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi í kvöld. Ólíkar áherslu virðast á meðal stjórnarflokkanna um afstöðu stjórnvalda til árásanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sagði í gær skiljanlegt að ríkin þrjú hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarlega efnavopnaárásar sem Sýrlandsstjórn er sökuð um að hafa framið gegn eigin borgurum í bænum Douma um síðustu helgi. Hann harmaði þó að engin diplómatísk lausn hefði fundist áður. NATO gaf út yfirlýsingu í gær um að aðildarríkin lýstu yfir stuðningi við aðgerðirnar. Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, sagði á RÚV í dag að íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt yfirlýsingu NATO. Það virðist stangast nokkuð á orð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í viðtali í gær þar sem hún sagði að ríkisstjórnin hefði ekki lýst yfir „sérstökum stuðningi“ við árásirnar. Nokkrir þingmenn hafa lýst efasemdum sínum um árásirnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í þættinum Sprengisandi í hádeginu að hún væri mótfallin árásunum. Loftárásir hefðu engan vanda leyst í Sýrlandi fram að þessu. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, efuðust einnig um réttmæti árásanna í þættinum. Logi sagðist telja árásirnar ótímabærar og Silja Dögg sagði að réttari leið hafi verið að leggja þær fyrir þing landanna. Fundurinn í utanríkismálanefnd verður haldinn kl. 20, að því er kemur fram á vef Alþingis.
Sýrland Tengdar fréttir Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02 Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 12:54
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir Ísland hafa samþykkt yfirlýsingu NATO Forsætisráðherra hefur áður sagt að Ísland hafi ekki lýst yfir "sérstökum stuðningi“ við loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 14:02
Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi. 15. apríl 2018 10:57
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25