Tónlist

Destiny's Child kom aftur saman á Coachella

Kjartan Kjartansson skrifar
Söngkonurnar þrjár stigu trylltan dans á sviði í Kaliforníu í gærkvöldi.
Söngkonurnar þrjár stigu trylltan dans á sviði í Kaliforníu í gærkvöldi. Vísir/AFP
Öllum að óvörum kom söngsveitin Destiny‘s Child aftur saman stuttlega á Coachella-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar, Beyoncé, fékk þá fyrrverandi hljómsveitarfélaga sína upp á svið til sín og tóku þær þrjú lög sveitarinnar.

Beyoncé var eitt aðalnúmerið á Coachella en orðrómar höfðu lengi verið um að Destiny‘s Child ætlaði að koma saman aftur á hátíðinni. Kelly Rowland hafði meðal annars neitað því að vita nokkuð um meinta endurkomu í viðtali við People-tímaritið í desember.

Því kom það flestum á óvart að Rowland og Michelle Williams stigu á stokk með Beyoncé í gær. Þær tóku lögin „Lose My Breath“, „Say My Name“ og „Soldier“ við mikinn fögnuð áhlýðenda.

Síðast komu söngkonurnar þrjár saman árið 2015 á gospeltónlistarverðlaunahátíð. Destiny‘s Child er ein vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2006.

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×