Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 09:26 Síðasta vikan hefur verið Michael Cohen erfið í skauti. Hann er nú til rannsóknar alríkisyfirvalda. Vísir/AFP Aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að lögmaður Donalds Trump forseta gerði þagmælskusamning fyrir hans hönd við Playboy-fyrirsætu sem hann hafði barnað. Lögmaður Trump er nú til rannsóknar vegna svipaðra greiðslna fyrir hönd Trump. Elliot Broidy hefur verið einn helsti fjáraflari Trump og Repúblikanaflokksins. Hann greiddi Playboy-fyrirsætunni 1,6 milljónir dollara fyrir þögn hennar síðla árs í fyrra samkvæmt samningi sem Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, útbjó, að því er segir í frétt Washington Post. Broidy gekkst við því að hafa átt í sambandi við konuna á föstudag og lét þá af störfum sem aðstoðarfjármálastjóri flokksins. Skammt er liðið frá því að Steve Wynn, fjármálastjóri repúblikana, þurfti að hætta eftir ásakanir um kynferðislega áreitni.Lögmaðurinn til alríkisrannsóknar Aðkoma Cohen að samkomulaginu þykir sérlega fréttnæm en fram hefur komið að hann greiddi 130.000 dollara úr eigin vasa til að tryggja þögn klámmyndaleikkonu um kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Alríkissaksóknarar greindu frá því á föstudag að Cohen hefði verið til rannsóknar um margra mánaða skeið. Ákærudómstóll hefði verið skipaður til þess að fara yfir ýmsa viðskiptagjörninga hans. Húsleitir voru gerðir á lögmannsstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen á mánudag. Á meðal gagna sem alríkislögreglan lagði hald á eru sagðar upptökur af símtölum Cohen, mögulega við Trump forseta sjálfan. Cohen og Trump hafa krafist þess fyrir dómi að yfirvöld fái ekki að skoða hluta gagnanna þar sem þau falli undir trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings sem er verndað með lögum. Trump brást ókvæða við rassíunum á mánudag og kallaði þær meðal annars árás á Bandaríkin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að lögmaður Donalds Trump forseta gerði þagmælskusamning fyrir hans hönd við Playboy-fyrirsætu sem hann hafði barnað. Lögmaður Trump er nú til rannsóknar vegna svipaðra greiðslna fyrir hönd Trump. Elliot Broidy hefur verið einn helsti fjáraflari Trump og Repúblikanaflokksins. Hann greiddi Playboy-fyrirsætunni 1,6 milljónir dollara fyrir þögn hennar síðla árs í fyrra samkvæmt samningi sem Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, útbjó, að því er segir í frétt Washington Post. Broidy gekkst við því að hafa átt í sambandi við konuna á föstudag og lét þá af störfum sem aðstoðarfjármálastjóri flokksins. Skammt er liðið frá því að Steve Wynn, fjármálastjóri repúblikana, þurfti að hætta eftir ásakanir um kynferðislega áreitni.Lögmaðurinn til alríkisrannsóknar Aðkoma Cohen að samkomulaginu þykir sérlega fréttnæm en fram hefur komið að hann greiddi 130.000 dollara úr eigin vasa til að tryggja þögn klámmyndaleikkonu um kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Alríkissaksóknarar greindu frá því á föstudag að Cohen hefði verið til rannsóknar um margra mánaða skeið. Ákærudómstóll hefði verið skipaður til þess að fara yfir ýmsa viðskiptagjörninga hans. Húsleitir voru gerðir á lögmannsstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen á mánudag. Á meðal gagna sem alríkislögreglan lagði hald á eru sagðar upptökur af símtölum Cohen, mögulega við Trump forseta sjálfan. Cohen og Trump hafa krafist þess fyrir dómi að yfirvöld fái ekki að skoða hluta gagnanna þar sem þau falli undir trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings sem er verndað með lögum. Trump brást ókvæða við rassíunum á mánudag og kallaði þær meðal annars árás á Bandaríkin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22