Ekkert til fyrirstöðu að leyfa farveitur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 13:45 Farveitur eins og Lyft og Uber gætu komið til Íslands með frumvarpi sem samgönguráðherra ætlar að smíða. Vísir/AFP Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins." Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins."
Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45
Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49