Bandaríkin, Bretar og Frakkar gera árásir á Sýrland Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2018 00:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundinum í kvöld Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum að gera árásir, í samvinnu með Bretum og Frökkum, á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma um síðustu helgi. Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarherinn gæti beitt efnavopnum á nýjan leik. Þetta tilkynnti Trump á sérstökum blaðamannafundi klukkan eitt í nótt. Háværar sprengingar heyrðust í Damascus, höfuðborg Sýrlands, þar sem minnst eitt skotmark var staðsett. Sömuleiðis heyrðust sprengingar í Homs. Trump hefur undanfarna daga hótað árásum á stjórnarher Sýrlands og á sama tíma hefur hann átt í viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um viðbrögð við árásinni á Douma. Forsetinn tók fram að Bandaríkin ætluðu sér ekki að vera í Sýrlandi til lengdar. Það væri ekki markmið þeirra en hann sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra tilbúna til að halda árásunum út þar til markmiðinu væri náð og ríkisstjórn Sýrlands hætti efnavopnaárásum. Þá sendi hann yfirvöldum Rússlands og Íran skýr skilaboð og setti verulega út á náið samband þeirra við Bashar al-Assad. Hann sagði að heimurinn myndi dæma þjóðirnar tvær af stuðningi þeirra við Sýrland og að ekki gengi til lengdar að styðja við bakið á „hrottalegum harðstjórum og morðóðum einræðisherrum“. „Árið 2013 lofaði Vladimir Putin, forseti Rússlands, því að þeir myndu ganga úr skugga um að Sýrland myndi eyða öllum sínum efnavopnum,“ sagði Trump. Hann sagði það hafa mistekist algerlega og sagði hann umrædda árás ekki vera aðgerð manns. „Þessar aðgerðir eru glæpir skrímslis,“ sagði Trump.Yfirlýsing Trump í heild sinni.Rúmt ár frá síðustu árásRúmt ár er liðið frá því að Trump gaf skipun um að árás skyldi gerð á herflugvöll í Sýrlandi sem sagður var hafa verið notaður til að gera efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun. Varnarmálaráðherrann andvígur árásum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var staddur á kvöldverði í Lima, höfuðborg Perú, hann yfirgaf hins vegar viðburðinn í flýti í kvöld og var fluttur á hótelherbergi sitt. Þar hringdi hann í leiðtoga þingsins og sagði þeim frá ákvörðuninni. Þá stóð neyðarfundur yfir í Hvíta húsinu í kvöld þar sem mögulegar árásir á Sýrland voru ræddar. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja helstu ráðgjafa og starfsmenn Trump hafa hvatt til aðgerða en James Mattis, varnarmálaráðherra, mun hafa verið mótfallinn því. Mattis hélt blaðamannafund í kjölfar yfirlýsingar Trump og þar kom fram að rúmlega tvöfallt fleiri sprengjum hefði verið varpað á Sýrland en gert var í fyrra. Þá var 59 Tomahawk flugskeytum skotið á flugvöll sem sagður var hafa verið notaður til að gera árásina á Khan Sheikhoun. Rússum var ekki gert viðvart um árásirnar að öðru leyti en að Bandaríkin væru með flugvélar á svæðinu. Þar eru þó væntanlega ótaldar sprengjur Breta og Frakka. Árásir voru gerðar á þrjú skotmörk í Sýrlandi, samkvæmt hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna. Öll skotmörkin eru sögð tengjast efnavopnaframleiðslu ríkisstjórnar landsins og voru þau meðal annars valin með tilliti til þess að draga úr mannfalli almennra borgara. Árásunum er nú lokið í bili. Skotmörkin þrjú voru rannsóknarstöð í Damascus, birgðastöð í Homs þar sem efnavopn eiga að hafa verið geymd. Þriðja skotmarkið var þar nærri og munu efnavopn sömuleiðis hafa verið geymd þar.Hér að neðan mátti fylgjast með nýjustu vendingum.Theresa May issues statement on #Syria crisis. Live updates: https://t.co/k0fTTEom10 pic.twitter.com/WU7PHO10Il— The Guardian (@guardian) April 14, 2018 Photo from @maramkasem shows airstrike hitting area of #Damascus minutes ago.#Trump's statement timed almost immediately as first stand-off cruise missiles struck their targets. #Syria pic.twitter.com/MiNBfDfhNw— Charles Lister (@Charles_Lister) April 14, 2018
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum að gera árásir, í samvinnu með Bretum og Frökkum, á stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, vegna efnavopnaárásarinnar í Douma um síðustu helgi. Árásunum var ætlað að koma í veg fyrir að stjórnarherinn gæti beitt efnavopnum á nýjan leik. Þetta tilkynnti Trump á sérstökum blaðamannafundi klukkan eitt í nótt. Háværar sprengingar heyrðust í Damascus, höfuðborg Sýrlands, þar sem minnst eitt skotmark var staðsett. Sömuleiðis heyrðust sprengingar í Homs. Trump hefur undanfarna daga hótað árásum á stjórnarher Sýrlands og á sama tíma hefur hann átt í viðræðum við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um viðbrögð við árásinni á Douma. Forsetinn tók fram að Bandaríkin ætluðu sér ekki að vera í Sýrlandi til lengdar. Það væri ekki markmið þeirra en hann sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra tilbúna til að halda árásunum út þar til markmiðinu væri náð og ríkisstjórn Sýrlands hætti efnavopnaárásum. Þá sendi hann yfirvöldum Rússlands og Íran skýr skilaboð og setti verulega út á náið samband þeirra við Bashar al-Assad. Hann sagði að heimurinn myndi dæma þjóðirnar tvær af stuðningi þeirra við Sýrland og að ekki gengi til lengdar að styðja við bakið á „hrottalegum harðstjórum og morðóðum einræðisherrum“. „Árið 2013 lofaði Vladimir Putin, forseti Rússlands, því að þeir myndu ganga úr skugga um að Sýrland myndi eyða öllum sínum efnavopnum,“ sagði Trump. Hann sagði það hafa mistekist algerlega og sagði hann umrædda árás ekki vera aðgerð manns. „Þessar aðgerðir eru glæpir skrímslis,“ sagði Trump.Yfirlýsing Trump í heild sinni.Rúmt ár frá síðustu árásRúmt ár er liðið frá því að Trump gaf skipun um að árás skyldi gerð á herflugvöll í Sýrlandi sem sagður var hafa verið notaður til að gera efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun. Varnarmálaráðherrann andvígur árásum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var staddur á kvöldverði í Lima, höfuðborg Perú, hann yfirgaf hins vegar viðburðinn í flýti í kvöld og var fluttur á hótelherbergi sitt. Þar hringdi hann í leiðtoga þingsins og sagði þeim frá ákvörðuninni. Þá stóð neyðarfundur yfir í Hvíta húsinu í kvöld þar sem mögulegar árásir á Sýrland voru ræddar. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum segja helstu ráðgjafa og starfsmenn Trump hafa hvatt til aðgerða en James Mattis, varnarmálaráðherra, mun hafa verið mótfallinn því. Mattis hélt blaðamannafund í kjölfar yfirlýsingar Trump og þar kom fram að rúmlega tvöfallt fleiri sprengjum hefði verið varpað á Sýrland en gert var í fyrra. Þá var 59 Tomahawk flugskeytum skotið á flugvöll sem sagður var hafa verið notaður til að gera árásina á Khan Sheikhoun. Rússum var ekki gert viðvart um árásirnar að öðru leyti en að Bandaríkin væru með flugvélar á svæðinu. Þar eru þó væntanlega ótaldar sprengjur Breta og Frakka. Árásir voru gerðar á þrjú skotmörk í Sýrlandi, samkvæmt hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna. Öll skotmörkin eru sögð tengjast efnavopnaframleiðslu ríkisstjórnar landsins og voru þau meðal annars valin með tilliti til þess að draga úr mannfalli almennra borgara. Árásunum er nú lokið í bili. Skotmörkin þrjú voru rannsóknarstöð í Damascus, birgðastöð í Homs þar sem efnavopn eiga að hafa verið geymd. Þriðja skotmarkið var þar nærri og munu efnavopn sömuleiðis hafa verið geymd þar.Hér að neðan mátti fylgjast með nýjustu vendingum.Theresa May issues statement on #Syria crisis. Live updates: https://t.co/k0fTTEom10 pic.twitter.com/WU7PHO10Il— The Guardian (@guardian) April 14, 2018 Photo from @maramkasem shows airstrike hitting area of #Damascus minutes ago.#Trump's statement timed almost immediately as first stand-off cruise missiles struck their targets. #Syria pic.twitter.com/MiNBfDfhNw— Charles Lister (@Charles_Lister) April 14, 2018
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46
Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. 13. apríl 2018 23:07