Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/anton brink
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, mun kynna kosningaloforð flokksins á fundi í Iðnó í dag sem hefst klukkan 11. Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu í spilaranum hér neðst í fréttinni.
Eyþór mun fara fyrir kynningunni en frambjóðendur flokksins verða á staðnum. Að því er segir í tilkynningu Sjálfstæðisflokksins er um að ræða kosningaloforð sem snerta alla íbúa höfuðborgarinnar.