Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. apríl 2018 22:00 Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. Ein þeirra sem lögðu tillöguna fram spáir því að ófriður muni ríkja um embættið. Fimm kennarar lögðu fram ályktun á þingi Kennarasambandsins um að nýr formaður sambandsins tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Á þingi Kennarasambandsins í dag kom fram frávísunartillaga um að ályktuninni yrði vísað frá og í atkvæðagreiðslu um málið féllu atkvæðu þannig að að 94 greiddu atkvæði með því að ályktuninni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Nýr formaður fagnar því að málinu hafi verið vísað frá. „Ég mun gera mitt ítrasta til þess að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síðasta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg. Ég skil ykkur alveg. Þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið brennið fyrir og birtist í þessum, ja, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór í ræðu sinni í dag. Og hann ræddi um ábyrgð fjölmiðla. „Ég verð samt að skamma fjölmiðla. Menntun er undirstaða alls í samfélaginu og þið komið bara hlaupandi þegar það er drama,“ sagði Ragnar Þór og uppskar lófaklapp fyrir á þinginu. Forkona jafnréttisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún spáir ófriði vegna úrslitanna. „Við eigum eftir að ákveða það en ég held að við munum ekki þegja. Ég myndi spá því að það verði ófriður í kringum embættið og að það verði ófriður í stéttinni,“ sagði Hanna Björg. Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. Ein þeirra sem lögðu tillöguna fram spáir því að ófriður muni ríkja um embættið. Fimm kennarar lögðu fram ályktun á þingi Kennarasambandsins um að nýr formaður sambandsins tæki ekki við formennsku í KÍ að svo stöddu heldur fengi endurnýjað umboð frá kennurum. Ástæðan eru ásakanir sem komið hafa fram á hendur Ragnari um að hann hafi sýnt Ragnari Þór Marinóssyni, Ragga, klám á heimili þess fyrrnefnda en Raggi bjó þá á Tálknafirði þar sem Ragnar Þór starfaði sem kennari. Ragnar Þór hefur ávallt haldið því fram að ásakanirnar séu rangar. Á þingi Kennarasambandsins í dag kom fram frávísunartillaga um að ályktuninni yrði vísað frá og í atkvæðagreiðslu um málið féllu atkvæðu þannig að að 94 greiddu atkvæði með því að ályktuninni frá, 78 greiddu atkvæði gegn því og sex sátu hjá. Nýr formaður fagnar því að málinu hafi verið vísað frá. „Ég mun gera mitt ítrasta til þess að sýna þeirri afstöðu virðingu sem síðasta atkvæðagreiðslan snerist um. Ég heyrði þetta alveg. Ég skil ykkur alveg. Þið hafið alveg lög að mæla og ég mun leggja mig allan fram um að taka þann bardaga með ykkur sem þið brennið fyrir og birtist í þessum, ja, hvað skal segja, átökum,“ sagði Ragnar Þór í ræðu sinni í dag. Og hann ræddi um ábyrgð fjölmiðla. „Ég verð samt að skamma fjölmiðla. Menntun er undirstaða alls í samfélaginu og þið komið bara hlaupandi þegar það er drama,“ sagði Ragnar Þór og uppskar lófaklapp fyrir á þinginu. Forkona jafnréttisnefndar KÍ, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, fór fyrir hópi kvenna sem lagði tillöguna fram. Hún spáir ófriði vegna úrslitanna. „Við eigum eftir að ákveða það en ég held að við munum ekki þegja. Ég myndi spá því að það verði ófriður í kringum embættið og að það verði ófriður í stéttinni,“ sagði Hanna Björg.
Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32