Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 17:35 Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. vísir/vilhelm Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15