Forsætisráðherra segir þingmann Miðflokks fara með þvætting Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. Vísir/Hanna Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira