Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2018 18:45 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00