Götóttur þjóðarsjóður Konráð S. Guðjónsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við Íslendingar horfum oft á tíðum með aðdáunaraugum á frændur okkar Norðmenn. Sú aðdáun, og sumpart öfund, náði hámarki á árunum eftir fjármálakreppu en hefur mögulega dvínað á síðustu árum. Enda hefur efnahagsþróun hér og í Noregi verið nánast eins og svart og hvítt frá árinu 2014. Að leitað sé til Noregs eftir góðum hugmyndum er þó ekki úr sögunni. Á síðustu misserum hafa hugmyndir um þjóðarsjóð eða stöðugleikasjóð (e. Sovereign Wealth Fund) í líkingu við olíusjóð Norðmanna hratt hlotið brautargengi. Í nýbirtri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir slíkum þjóðarsjóði sem fjármagna á með arðgreiðslum Landsvirkjunar. Sömuleiðis var fjallað um slíkan sjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem reyndar samtímis var búið að ráðstafa fé úr þessum óstofnaða sjóði. Þær ráðstafanir eru einar og sér mögulega skynsamlegar og stofnun þjóðarsjóðs hefði að líkindum ýmsa kosti í för með sér. Við nánari athugun er stofnun slíks sjóðs þó um margt þversagnakennd, málið hefur hlotið litla umræðu og ýmsum spurningum er ósvarað.Ekki skilyrði fyrir nýsköpun Ráðstafanir úr óstofnuðum þjóðarsjóði koma ekki eingöngu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stendur nú yfir vinna við útfærslu á því hvernig sé unnt að ráðstafa fé úr sjóðnum til að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Í skoðun Viðskiptaráðs frá desember síðastliðnum var fjallað um hvernig Norðmenn biðu í 20 ár áður en þeir tóku fé úr sínum sjóði, enda tekur langan tíma að byggja upp slíkan sjóð. Varla þurfum við að bíða til ársins 2038 áður en ráðist verður í arðbærar aðgerðir til þess að auka nýsköpun? Nauðsynlegt er að styðja við nýsköpun í atvinnulífinu en arðsemi af náttúruauðlindum, sem mun fjármagna þjóðarsjóðinn, ætti ekki að vera skilyrði. Ef arðsemi orkugeirans verður lítil ætti þörfin fyrir nýsköpun og nýja atvinnuvegi að vera hvað mest. Gott er að horfa hér til Norðmanna, sem nota sjóðinn einvörðungu til að ávaxta fé af auðlindum sýnum og til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Lífeyrissjóðirnir okkar þjóðarsjóðir? Eitt af sérkennum Íslands er stærð lífeyrissjóðakerfisins sem er hlutfallslega það næststærsta í heimi eða um 156% af landsframleiðslu (til samanburðar er norski olíusjóðurinn um 250% af landsframleiðslu Noregs). Útlit er fyrir að lífeyrissjóðirnir muni stækka áfram á næstu árum og þurfa að fjárfesta erlendis nær allt hreint innflæði. Ómögulegt er að nefna nákvæmar tölur en hægt er að slá því föstu að lífeyrissjóðirnir þurfa að fjárfesta erlendis sem nemur tugum milljarða króna á ári til að tryggja góða eignadreifingu. Að óbreyttu dregur þetta úr þörfinni fyrir þjóðarsjóð auk þess sem stofnun þjóðarsjóðs dregur úr getu lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila til að kaupa gjaldeyri á agnarsmáum gjaldeyrismarkaði. Einnig skýtur skökku við að stofna þjóðarsjóð áður en komið er til móts við ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema heilum 620 milljörðum króna. Lítið hefur verið útskýrt hvers vegna tekjurnar í sjóðinn eiga eingöngu, að minnsta kosti til að byrja með, að koma frá endurnýjanlegum orkuauðlindum. Erfitt er að finna fyrirmyndir um þetta erlendis, ef þær eru einhverjar. Erlendir þjóðarsjóðir byggja yfirleitt á tekjum af olíu og öðrum óendurnýjanlegum orkuauðlindum eða gjaldeyrisforða ríkja. Því væri kannski rétt að byrja á að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans að fyrirmynd annarra ríkja. Það myndi kalla á aukin gjaldeyriskaup Seðlabankans sem er efni í aðra umræðu. Hugsum málið til enda Það er stjórnvöldum til hróss að hugsa til lengri tíma líkt og áætlanir um þjóðarsjóð bera glögglega með sér. Enda gæti stofnun þjóðarsjóðs verið heillaspor ef hann er útfærður á skynsamlegan hátt. Eins og staðan er núna virðist sjóðurinn þó nokkuð götóttur, bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun