Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 15:22 Um tíu manna hópur mætti á þingpallana og mótmælti það sem þau telja vera aðgerðaleysi stjórnvalda í máli Hauks Hilmarssonar. vísir/andrés ingi Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. Vinur Hauks, Lárus Páll Birgisson, hrópaði að þingmönnum þegar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var um það bil að taka til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. „Bandamenn ykkar eru með svæðið sem hann á að vera á, það hefur enginn séð lík hans. [...] Þau kalla Hauk hryðjuverkamann. Ef hann var hryðjuverkamaður af hverju segið þið ekki neitt? Ef hann var ekki hryðjuverkamaður af hverju segið þið ekki neitt? [...] Af hverju hefur enginn hjálpað okkur almennilega til að komast til botns í þessu? Hjálpið okkur í þessu,“ hrópaði Lárus að þingheimi en á meðan hann lét í sér heyra bað Þorsteinn Sæmundsson, einn af varaforsetum þingsins, ítrekað um þögn í þingsal. Vinum Hauks var svo vísað af þingpöllunum eftir að þeir létu í sér heyra. Lárus segir í samtali við Vísi að um tíu manns hafi mætt á pallana til að vekja athygli á máli Hauks og því sem þau telja bæði aðgerða-og afstöðuleysi stjórnvalda og stjórnmálamanna í málinu. Aðspurður hvers vegna vinir Hauks hafi mætt á þingpallana nú segir Lárus að ástæðan sé einfaldlega sú að enginn viti um Hauk. „Það er einhvern veginn gert ráð fyrir því að hann sé dáinn. Sögurnar sem við höfum heyrt og sem við fáum frá félögum hans úti er að hans er saknað í tvær vikur áður en hann er tilkynntur látinn. Það er eitthvað „process“ hjá þeim að ef menn finnast ekki í tíu daga eða tvær vikur þá eru þeir tilkynntir látnir,“ segir Lárus. Stefna á að fara út að leita að Hauki ef ekkert gerist fljótlega Hann segir að svæðið, Afrín-hérað, eigi að vera undir stjórn Tyrkja, hafi verið það og hafi verið að drepa uppreisnarmenn. „Þeir eru bandamenn okkar en það er samt ekkert gert til að fara þarna út til að leita, þó það væru ekki nema einhverjar líkamsleifar,“ segir Lárus og bætir við: „Við sitjum uppi með það að bandamenn okkar segja að Haukur hafi verið hryðjuverkamaður. Það er enginn stjórnmálamaður hér sem þorir að segja „Nei, hann var það ekki. Hann var þarna í fullkomlega réttlátum tilgangi að sigrast á ISIS.“ Og ef að þeir trúa því að hann hafi verið hryðjuverkamaður þá segja þeir heldur ekki neitt.“ Spurður út í hvort að vinir Hauks ætli í frekari aðgerðir til að vekja athygli á máli hans segir Lárus: „Það er örugglega ekkert á döfinni annað en það að ef ekkert gerist fljótlega og við fáum einhver almennileg svör um það hvernig þetta mál verði höndlað öðruvísi en út frá þessum diplótmatísku leiðum sem eru ekki að skila neinum árangri þá stefnum við á að fara þarna út sjálf og leita.“ Myndband af mótmælunum má sjá hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Hefði gert allt til að stöðva Hauk ef hún hefði vitað þetta Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi 7. apríl 2018 12:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. Vinur Hauks, Lárus Páll Birgisson, hrópaði að þingmönnum þegar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var um það bil að taka til máls undir liðnum fundarstjórn forseta. „Bandamenn ykkar eru með svæðið sem hann á að vera á, það hefur enginn séð lík hans. [...] Þau kalla Hauk hryðjuverkamann. Ef hann var hryðjuverkamaður af hverju segið þið ekki neitt? Ef hann var ekki hryðjuverkamaður af hverju segið þið ekki neitt? [...] Af hverju hefur enginn hjálpað okkur almennilega til að komast til botns í þessu? Hjálpið okkur í þessu,“ hrópaði Lárus að þingheimi en á meðan hann lét í sér heyra bað Þorsteinn Sæmundsson, einn af varaforsetum þingsins, ítrekað um þögn í þingsal. Vinum Hauks var svo vísað af þingpöllunum eftir að þeir létu í sér heyra. Lárus segir í samtali við Vísi að um tíu manns hafi mætt á pallana til að vekja athygli á máli Hauks og því sem þau telja bæði aðgerða-og afstöðuleysi stjórnvalda og stjórnmálamanna í málinu. Aðspurður hvers vegna vinir Hauks hafi mætt á þingpallana nú segir Lárus að ástæðan sé einfaldlega sú að enginn viti um Hauk. „Það er einhvern veginn gert ráð fyrir því að hann sé dáinn. Sögurnar sem við höfum heyrt og sem við fáum frá félögum hans úti er að hans er saknað í tvær vikur áður en hann er tilkynntur látinn. Það er eitthvað „process“ hjá þeim að ef menn finnast ekki í tíu daga eða tvær vikur þá eru þeir tilkynntir látnir,“ segir Lárus. Stefna á að fara út að leita að Hauki ef ekkert gerist fljótlega Hann segir að svæðið, Afrín-hérað, eigi að vera undir stjórn Tyrkja, hafi verið það og hafi verið að drepa uppreisnarmenn. „Þeir eru bandamenn okkar en það er samt ekkert gert til að fara þarna út til að leita, þó það væru ekki nema einhverjar líkamsleifar,“ segir Lárus og bætir við: „Við sitjum uppi með það að bandamenn okkar segja að Haukur hafi verið hryðjuverkamaður. Það er enginn stjórnmálamaður hér sem þorir að segja „Nei, hann var það ekki. Hann var þarna í fullkomlega réttlátum tilgangi að sigrast á ISIS.“ Og ef að þeir trúa því að hann hafi verið hryðjuverkamaður þá segja þeir heldur ekki neitt.“ Spurður út í hvort að vinir Hauks ætli í frekari aðgerðir til að vekja athygli á máli hans segir Lárus: „Það er örugglega ekkert á döfinni annað en það að ef ekkert gerist fljótlega og við fáum einhver almennileg svör um það hvernig þetta mál verði höndlað öðruvísi en út frá þessum diplótmatísku leiðum sem eru ekki að skila neinum árangri þá stefnum við á að fara þarna út sjálf og leita.“ Myndband af mótmælunum má sjá hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Hefði gert allt til að stöðva Hauk ef hún hefði vitað þetta Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi 7. apríl 2018 12:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24
Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40
Hefði gert allt til að stöðva Hauk ef hún hefði vitað þetta Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi 7. apríl 2018 12:45