Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2018 15:30 Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. Kjaramál ljósmæðra voru til umfjöllunar á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þar spurningum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði út í var hvort að ráðherra hygðist beita sér fyrir bættum kjörum ljósmæðra þannig að laun endurspegluðu námsframvindu. „Það er bara ein háskólastétt sem uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám,“ sagði hann. „Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Er þess að vænta, hæstvirtur ráðherra, að námsfyrirkomulag og viðmót sem þetta laði að ungt fólk? Er ekki ástæða til að bregðast skjótt við og færa þetta í betra horf og hvernig vill hæstvirtur ráðherra helst standa að því?“ spurði Guðjón.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra út í kjaradeilu ljósmæðra.Mynd/AlþingiÞað var svar Svandísar við spurningunni sem fékk Ljósmæðrafélagið og Bandalag Háskólamanna til að álykta um ummæli hennar. „Eins og bent hefur verið á í þessari umræðu allri saman er nokkuð óvenjuleg staða uppi hjá ljósmæðrum þar sem þær eru félagar í öðru stéttarfélagi þegar þær hefja störf sem ljósmæður en þær voru sem hjúkrunarfræðingar,“ sagði Svandís. „Það veldur óvenjulegri stöðu borið saman við aðrar stéttir sem hæstvirtur þingmaður nefnir. Það er ákvörðun sem ljósmæður taka í kjaraumhverfi sínu, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM en Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi. Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins, í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra, hvernig þær skipa sér í stéttarfélög. En það var niðurstaða þeirra á sínum tíma að gera þetta með þessum hætti og við það geri ég enga athugasemd.“ Í ályktun félaganna tveggja segir að ráðherrann hafi þarna gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í ályktuninni er lýst undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra. Þar segir ennfremur að það blasi við öllum sem það vilji sjá að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Fráleitt væri því af heilbrigðisráðherra að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. Kjaramál ljósmæðra voru til umfjöllunar á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þar spurningum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði út í var hvort að ráðherra hygðist beita sér fyrir bættum kjörum ljósmæðra þannig að laun endurspegluðu námsframvindu. „Það er bara ein háskólastétt sem uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám,“ sagði hann. „Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Er þess að vænta, hæstvirtur ráðherra, að námsfyrirkomulag og viðmót sem þetta laði að ungt fólk? Er ekki ástæða til að bregðast skjótt við og færa þetta í betra horf og hvernig vill hæstvirtur ráðherra helst standa að því?“ spurði Guðjón.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra út í kjaradeilu ljósmæðra.Mynd/AlþingiÞað var svar Svandísar við spurningunni sem fékk Ljósmæðrafélagið og Bandalag Háskólamanna til að álykta um ummæli hennar. „Eins og bent hefur verið á í þessari umræðu allri saman er nokkuð óvenjuleg staða uppi hjá ljósmæðrum þar sem þær eru félagar í öðru stéttarfélagi þegar þær hefja störf sem ljósmæður en þær voru sem hjúkrunarfræðingar,“ sagði Svandís. „Það veldur óvenjulegri stöðu borið saman við aðrar stéttir sem hæstvirtur þingmaður nefnir. Það er ákvörðun sem ljósmæður taka í kjaraumhverfi sínu, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM en Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi. Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins, í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra, hvernig þær skipa sér í stéttarfélög. En það var niðurstaða þeirra á sínum tíma að gera þetta með þessum hætti og við það geri ég enga athugasemd.“ Í ályktun félaganna tveggja segir að ráðherrann hafi þarna gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í ályktuninni er lýst undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra. Þar segir ennfremur að það blasi við öllum sem það vilji sjá að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Fráleitt væri því af heilbrigðisráðherra að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði.
Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38