Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2018 15:30 Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. Kjaramál ljósmæðra voru til umfjöllunar á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þar spurningum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði út í var hvort að ráðherra hygðist beita sér fyrir bættum kjörum ljósmæðra þannig að laun endurspegluðu námsframvindu. „Það er bara ein háskólastétt sem uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám,“ sagði hann. „Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Er þess að vænta, hæstvirtur ráðherra, að námsfyrirkomulag og viðmót sem þetta laði að ungt fólk? Er ekki ástæða til að bregðast skjótt við og færa þetta í betra horf og hvernig vill hæstvirtur ráðherra helst standa að því?“ spurði Guðjón.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra út í kjaradeilu ljósmæðra.Mynd/AlþingiÞað var svar Svandísar við spurningunni sem fékk Ljósmæðrafélagið og Bandalag Háskólamanna til að álykta um ummæli hennar. „Eins og bent hefur verið á í þessari umræðu allri saman er nokkuð óvenjuleg staða uppi hjá ljósmæðrum þar sem þær eru félagar í öðru stéttarfélagi þegar þær hefja störf sem ljósmæður en þær voru sem hjúkrunarfræðingar,“ sagði Svandís. „Það veldur óvenjulegri stöðu borið saman við aðrar stéttir sem hæstvirtur þingmaður nefnir. Það er ákvörðun sem ljósmæður taka í kjaraumhverfi sínu, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM en Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi. Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins, í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra, hvernig þær skipa sér í stéttarfélög. En það var niðurstaða þeirra á sínum tíma að gera þetta með þessum hætti og við það geri ég enga athugasemd.“ Í ályktun félaganna tveggja segir að ráðherrann hafi þarna gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í ályktuninni er lýst undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra. Þar segir ennfremur að það blasi við öllum sem það vilji sjá að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Fráleitt væri því af heilbrigðisráðherra að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. Kjaramál ljósmæðra voru til umfjöllunar á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þar spurningum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði út í var hvort að ráðherra hygðist beita sér fyrir bættum kjörum ljósmæðra þannig að laun endurspegluðu námsframvindu. „Það er bara ein háskólastétt sem uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám,“ sagði hann. „Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Er þess að vænta, hæstvirtur ráðherra, að námsfyrirkomulag og viðmót sem þetta laði að ungt fólk? Er ekki ástæða til að bregðast skjótt við og færa þetta í betra horf og hvernig vill hæstvirtur ráðherra helst standa að því?“ spurði Guðjón.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra út í kjaradeilu ljósmæðra.Mynd/AlþingiÞað var svar Svandísar við spurningunni sem fékk Ljósmæðrafélagið og Bandalag Háskólamanna til að álykta um ummæli hennar. „Eins og bent hefur verið á í þessari umræðu allri saman er nokkuð óvenjuleg staða uppi hjá ljósmæðrum þar sem þær eru félagar í öðru stéttarfélagi þegar þær hefja störf sem ljósmæður en þær voru sem hjúkrunarfræðingar,“ sagði Svandís. „Það veldur óvenjulegri stöðu borið saman við aðrar stéttir sem hæstvirtur þingmaður nefnir. Það er ákvörðun sem ljósmæður taka í kjaraumhverfi sínu, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM en Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi. Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins, í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra, hvernig þær skipa sér í stéttarfélög. En það var niðurstaða þeirra á sínum tíma að gera þetta með þessum hætti og við það geri ég enga athugasemd.“ Í ályktun félaganna tveggja segir að ráðherrann hafi þarna gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í ályktuninni er lýst undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra. Þar segir ennfremur að það blasi við öllum sem það vilji sjá að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Fráleitt væri því af heilbrigðisráðherra að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði.
Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent