Liverpool í undanúrslit eftir annan sigur á City Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2018 20:15 Leikmenn Liverpool fagna í kvöld. vísir/afp Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-1 sigur á Manchester City á Etihad-leikvanginum í kvöld. Samanlagt 5-1 sigur Liverpool í leikjunum tveimur. Það voru ekki liðnar nema rúmar 110 sekúndur er fyrsta markið kom. Það gerði Gabriel Jesus eftir snögga skyndisókn City en Liverpool vildi fá brot í aðdraganda marksins en ekkert dæmt. Þetta gaf góð fyrirheit fyrir City sem þurfti að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool frá því á Anfield er City steinlá 3-0. City sótti og sótti en það gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Undir lok fyrri hálfleiks dró svo til tíðinda. Bernardo Silva skaut boltanum í stöngina og stuttu síðar kom Sane boltanum í netið en rangstaða var dæmt. Það sást svo að það var rangur dómur því boltinn barst frá James Milner. 1-0 fyrir City í hálfleik og það gekk greinilega mikið á í hálfleik því Pep Guardiola, stjóri City, var sendur upp í stúku í hálfleik og stýrði liðinu ekki í síðari hálfleik. Það nýtti Liverpool sér. Þegar ellefu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Mohamed Salah metin. Eftir darraðadans í teig City barst boltinn á Mo Salah sem vippaði boltanum skemmtilega yfir Ederson og gerði út um leikinn því nú þurfti City fjögur mörk í viðbót. Til að strá salti í sárin innsiglaði Roberto Firmino sigur Liverpool þrettán mínútum fyrir leikslok eftir mistök Otamendi. Hann lagði boltann í fjærhornið og 2-1 sigur Liverpool í kvöld og samanlagt 5-1. Meistaradeild Evrópu
Liverpool er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-1 sigur á Manchester City á Etihad-leikvanginum í kvöld. Samanlagt 5-1 sigur Liverpool í leikjunum tveimur. Það voru ekki liðnar nema rúmar 110 sekúndur er fyrsta markið kom. Það gerði Gabriel Jesus eftir snögga skyndisókn City en Liverpool vildi fá brot í aðdraganda marksins en ekkert dæmt. Þetta gaf góð fyrirheit fyrir City sem þurfti að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool frá því á Anfield er City steinlá 3-0. City sótti og sótti en það gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Undir lok fyrri hálfleiks dró svo til tíðinda. Bernardo Silva skaut boltanum í stöngina og stuttu síðar kom Sane boltanum í netið en rangstaða var dæmt. Það sást svo að það var rangur dómur því boltinn barst frá James Milner. 1-0 fyrir City í hálfleik og það gekk greinilega mikið á í hálfleik því Pep Guardiola, stjóri City, var sendur upp í stúku í hálfleik og stýrði liðinu ekki í síðari hálfleik. Það nýtti Liverpool sér. Þegar ellefu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik jafnaði Mohamed Salah metin. Eftir darraðadans í teig City barst boltinn á Mo Salah sem vippaði boltanum skemmtilega yfir Ederson og gerði út um leikinn því nú þurfti City fjögur mörk í viðbót. Til að strá salti í sárin innsiglaði Roberto Firmino sigur Liverpool þrettán mínútum fyrir leikslok eftir mistök Otamendi. Hann lagði boltann í fjærhornið og 2-1 sigur Liverpool í kvöld og samanlagt 5-1.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti