Einbeitingin á okkur sjálfum Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 08:30 Íslensku stelpurnar vilja komast á annað stórmót. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira