Innlent

Skipt um formann í KÍ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar Þór Pétursson.
Ragnar Þór Pétursson.
Þing Kennarasambands Íslands hefst í dag og stendur fram á föstudag. Á lokadegi þingsins tekur nýr formaður KÍ, Ragnar Þór Pétursson, við embætti og Anna María Gunnarsdóttir tekur við embætti varaformanns KÍ.

Í dag mun Þórður Hjaltested halda síðustu ræðu sína sem formaður KÍ. Þá munu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, halda ræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×