Formúlu-uppgjör: Lukkudísirnar með Hamilton Bragi Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 07:30 Hamilton fagnar sigrinum. vísir/afp Enn einn dramatíski kappaksturinn í Formúlu 1 lauk um helgina er fjórða umferðin fór fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan, um helgina. „Allir vinna þegar Formúlan er svona dramatísk og ófyrirsjáanleg,” sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, eftir magnaðann kappakstur í Bakú. „Það stefnir allt í sögulegt tímabil í Formúlunni ef þetta heldur svona áfram,” bætti Austurríkismaðurinn við en eftir fyrstu fjórar keppnir tímabilsins hafa þrír mismunandi ökumenn á mismunandi bílum unnið. Í Bakú var röðin komin að ríkjandi heimsmeistaranum, Lewis Hamilton á Mercedes. Með sigrinum er Lewis kominn í fyrsta sætið í heimsmeistaramótinu en þetta var fyrsti sigur Bretans síðan í Bandaríkjunum í fyrra. Nú hefur Hamilton tekist að klára 29 kappakstra í röð í stigasæti, sigurinn í Bakú var þó langt frá því að vera hans besti. Mercedes liðið á enn talsverða vinnu fyrir höndum til að komast á sama stað og Ferrari hvað varðar hraða. Ökumenn liðsins byrjuðu kappaksturinn í Aserbaísjan í öðru og þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel á Ferrari.Bottas fylgist með en hann afhenti Hamilton sigurinn á silfurfati.vísir/afpDramatík hjá Hamilton og Bottas Vettel byrjaði kappaksturinn vel og var kominn með rúmlega fimm sekúndna forskot á Hamilton þegar kom að fyrstu þjónustuhléum. Á hring 40 var Vettel ennþá töluvert á undan Hamilton og báðir ökumenn búnir að stoppa einu sinni, Valtteri Bottas var þó fyrstur þar sem hann átti eftir að stoppa. Þá gripu máttarvöld, sem og full mikil grimmd Red Bull ökuþóranna, í taumanna. Daniel Ricciardo og Max Verstappen skullu saman og urðu frá að hverfa með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Það þýddi að Bottas gat skellt sér inn á þjónustusvæðið án þess að tapa sæti sínu og leit þá allt út fyrir öruggan sigur Mercedes ökumannsins. Öryggisbíllinn fór inn á hring 47 af 51, Bottas náði nokkra metra forskoti á Vettel en Þjóðverjinn ætlaði sér þó sinn þriðja sigur á tímabilinu. Í fyrstu beygju reyndi Sebastian að taka fram úr Finnanum en læsti framdekki, tapaði hraða og missti bæði Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen fram fyrir sig. Með skemmt framdekk missti fjórfaldi heimsmeistarinn Sergio Perez einnig framúr sér og var því kominn niður í fimmta sætið úr því öðru. Þegar aðeins tveir hringir voru eftir leit allt út fyrir öruggt fyrsta og annað sætið fyrir Mercedes. Dramatíkin er þó aldrei meiri en í Bakú og varð það augljóst þegar að hægra afturdekk á Mercedes bíl Bottas sprakk og fór því sigurinn til liðsfélaga hans á silfurfati. „Tíu bjórar laga þetta örugglega,” sagði Finninn er hann var spurður að því hvernig menn koma til baka eftir svona svekkelsi. Kimi Raikkonen var þá skyndilega kominn upp í annað sætið, frábær akstur hjá honum eftir að Finninn lenti í samstuði við Esteban Occon á fyrsta hring. Occon varð frá að hverfa eftir áreksturinn en liðsfélagi hans hjá Force India var ekki svo óheppinn. Sergio Perez náði þriðja sætinu í Bakú og er það í áttunda skiptið á ferlinum sem Mexíkóinn lendir á verðlaunapalli. Carlos Sainz stóð sig fanta vel í kappakstrinum og endaði í verðskulduðu fimmta sæti. Úrslitin voru ansi óvænt hjá Sauber er Charles Leclerc landaði liðinu sínum fyrstu stigum í 50 keppnum með sjötta sæti sínu. Þá náði Nýsjálendingurinn Brendon Hartley að krækja sér í sín fyrstu stig á ferlinum er hann keyrði Toro Rosso bíl sinn til tíunda sætis.Red Bull er í vandræðum.vísir/afpÖnnur hræðileg helgi fyrir Red Bull Frábær árangur Daniel Ricciardo í Kínverska kappakstrinum fyrir tveimur vikum gaf Red Bull liðinu von um að nú getur liðið loksins farið að berjast um sigra reglulega. Þær vonir fuku út í veður og vind á fertugasta hring í Bakú kappakstrinum er ökumenn liðsins skullu saman og urðu báðir frá að hverfa. Ricciardo og Max Verstappen höfðu verið að berjast um sæti allan kappaksturinn, á 12. hring snertust þeir en á 40. hring varð martröð liðsins að veruleika. Þetta er í annað skiptið á árinu sem að báðir bílar liðsins detta úr leik en í Barein stoppuðu báðir bílar vegna bilanna. Nú er Red Bull orðið 59 stigum á eftir Ferrari í fyrsta sætinu í keppni bílasmiða, það eru þó ennþá 17 umferðir eftir af tímabilinu og getur því allt gerst. Næsta umferð af þessu magnaði tímabili í Formúlu 1 fer fram í Barcelona helgina 11.-13. maí, nú er Hamilton kominn með fjögurra stiga forskot á Vettel en Ferrari bíllinn virðist hraðari. Það verður því virkilega áhugavert að fylgjast með slagnum á Spáni eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Enn einn dramatíski kappaksturinn í Formúlu 1 lauk um helgina er fjórða umferðin fór fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan, um helgina. „Allir vinna þegar Formúlan er svona dramatísk og ófyrirsjáanleg,” sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, eftir magnaðann kappakstur í Bakú. „Það stefnir allt í sögulegt tímabil í Formúlunni ef þetta heldur svona áfram,” bætti Austurríkismaðurinn við en eftir fyrstu fjórar keppnir tímabilsins hafa þrír mismunandi ökumenn á mismunandi bílum unnið. Í Bakú var röðin komin að ríkjandi heimsmeistaranum, Lewis Hamilton á Mercedes. Með sigrinum er Lewis kominn í fyrsta sætið í heimsmeistaramótinu en þetta var fyrsti sigur Bretans síðan í Bandaríkjunum í fyrra. Nú hefur Hamilton tekist að klára 29 kappakstra í röð í stigasæti, sigurinn í Bakú var þó langt frá því að vera hans besti. Mercedes liðið á enn talsverða vinnu fyrir höndum til að komast á sama stað og Ferrari hvað varðar hraða. Ökumenn liðsins byrjuðu kappaksturinn í Aserbaísjan í öðru og þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel á Ferrari.Bottas fylgist með en hann afhenti Hamilton sigurinn á silfurfati.vísir/afpDramatík hjá Hamilton og Bottas Vettel byrjaði kappaksturinn vel og var kominn með rúmlega fimm sekúndna forskot á Hamilton þegar kom að fyrstu þjónustuhléum. Á hring 40 var Vettel ennþá töluvert á undan Hamilton og báðir ökumenn búnir að stoppa einu sinni, Valtteri Bottas var þó fyrstur þar sem hann átti eftir að stoppa. Þá gripu máttarvöld, sem og full mikil grimmd Red Bull ökuþóranna, í taumanna. Daniel Ricciardo og Max Verstappen skullu saman og urðu frá að hverfa með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Það þýddi að Bottas gat skellt sér inn á þjónustusvæðið án þess að tapa sæti sínu og leit þá allt út fyrir öruggan sigur Mercedes ökumannsins. Öryggisbíllinn fór inn á hring 47 af 51, Bottas náði nokkra metra forskoti á Vettel en Þjóðverjinn ætlaði sér þó sinn þriðja sigur á tímabilinu. Í fyrstu beygju reyndi Sebastian að taka fram úr Finnanum en læsti framdekki, tapaði hraða og missti bæði Lewis Hamilton og Kimi Raikkonen fram fyrir sig. Með skemmt framdekk missti fjórfaldi heimsmeistarinn Sergio Perez einnig framúr sér og var því kominn niður í fimmta sætið úr því öðru. Þegar aðeins tveir hringir voru eftir leit allt út fyrir öruggt fyrsta og annað sætið fyrir Mercedes. Dramatíkin er þó aldrei meiri en í Bakú og varð það augljóst þegar að hægra afturdekk á Mercedes bíl Bottas sprakk og fór því sigurinn til liðsfélaga hans á silfurfati. „Tíu bjórar laga þetta örugglega,” sagði Finninn er hann var spurður að því hvernig menn koma til baka eftir svona svekkelsi. Kimi Raikkonen var þá skyndilega kominn upp í annað sætið, frábær akstur hjá honum eftir að Finninn lenti í samstuði við Esteban Occon á fyrsta hring. Occon varð frá að hverfa eftir áreksturinn en liðsfélagi hans hjá Force India var ekki svo óheppinn. Sergio Perez náði þriðja sætinu í Bakú og er það í áttunda skiptið á ferlinum sem Mexíkóinn lendir á verðlaunapalli. Carlos Sainz stóð sig fanta vel í kappakstrinum og endaði í verðskulduðu fimmta sæti. Úrslitin voru ansi óvænt hjá Sauber er Charles Leclerc landaði liðinu sínum fyrstu stigum í 50 keppnum með sjötta sæti sínu. Þá náði Nýsjálendingurinn Brendon Hartley að krækja sér í sín fyrstu stig á ferlinum er hann keyrði Toro Rosso bíl sinn til tíunda sætis.Red Bull er í vandræðum.vísir/afpÖnnur hræðileg helgi fyrir Red Bull Frábær árangur Daniel Ricciardo í Kínverska kappakstrinum fyrir tveimur vikum gaf Red Bull liðinu von um að nú getur liðið loksins farið að berjast um sigra reglulega. Þær vonir fuku út í veður og vind á fertugasta hring í Bakú kappakstrinum er ökumenn liðsins skullu saman og urðu báðir frá að hverfa. Ricciardo og Max Verstappen höfðu verið að berjast um sæti allan kappaksturinn, á 12. hring snertust þeir en á 40. hring varð martröð liðsins að veruleika. Þetta er í annað skiptið á árinu sem að báðir bílar liðsins detta úr leik en í Barein stoppuðu báðir bílar vegna bilanna. Nú er Red Bull orðið 59 stigum á eftir Ferrari í fyrsta sætinu í keppni bílasmiða, það eru þó ennþá 17 umferðir eftir af tímabilinu og getur því allt gerst. Næsta umferð af þessu magnaði tímabili í Formúlu 1 fer fram í Barcelona helgina 11.-13. maí, nú er Hamilton kominn með fjögurra stiga forskot á Vettel en Ferrari bíllinn virðist hraðari. Það verður því virkilega áhugavert að fylgjast með slagnum á Spáni eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira