Lewis Hamilton kominn á toppinn eftir dramatískan sigur Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. apríl 2018 13:57 Lewis Hamilton. Vísir/Getty Heimsmeistarinn Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í fjórða kappakstri tímabilsins í Formúla 1 sem fram fór í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan, í dag. Lokakaflinn var æsispennandi þar sem Daniel Ricciardo og Max Verstappen, samherjar hjá Red Bull, rákust saman og féllu báðir úr leik. Afskaplega svekkjandi fyrir Red Bull sem ætlar sér að berjast um titilinn í ár. Í kjölfarið tók við mikil keppni milli Mercedes ökumannanna Hamilton og Valtteri Bottas gegn ökumönnum Ferrari, þeim Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen. Vettel og Bottas lentu báðir í hremmingum þegar þrír hringir voru eftir og fór að lokum svo að Hamilton stóð uppi sem sigurvegari. Raikkonen hafnaði í öðru sæti og þriðji varð Sergio Perez. Hamilton hefur aldrei komist á verðlaunapall áður í Bakú og er þetta jafnframt fyrsti sigur Bretans á þessu keppnistímabili. Hann fleytir honum engu að síður upp í toppsætið í stigakeppni ökumanna. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í fjórða kappakstri tímabilsins í Formúla 1 sem fram fór í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan, í dag. Lokakaflinn var æsispennandi þar sem Daniel Ricciardo og Max Verstappen, samherjar hjá Red Bull, rákust saman og féllu báðir úr leik. Afskaplega svekkjandi fyrir Red Bull sem ætlar sér að berjast um titilinn í ár. Í kjölfarið tók við mikil keppni milli Mercedes ökumannanna Hamilton og Valtteri Bottas gegn ökumönnum Ferrari, þeim Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen. Vettel og Bottas lentu báðir í hremmingum þegar þrír hringir voru eftir og fór að lokum svo að Hamilton stóð uppi sem sigurvegari. Raikkonen hafnaði í öðru sæti og þriðji varð Sergio Perez. Hamilton hefur aldrei komist á verðlaunapall áður í Bakú og er þetta jafnframt fyrsti sigur Bretans á þessu keppnistímabili. Hann fleytir honum engu að síður upp í toppsætið í stigakeppni ökumanna.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira