Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. apríl 2018 19:23 Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira