Segir reynt að útrýma samkeppni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2018 19:00 Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hópferðabílafyrirtækið Grey Line hefur sagt upp fimmtán starfsmönnum til að bregðast við samdrætti í rekstri. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir yfirvöld þurfa að girða sig í brók og bregðast við ólöglegum atvinnurekstri á rútubílamarkaði hér á landi. Í fréttatilkynningu sem Gray Line sendi frá sér í dag er greint frá ákvörðun fyrirtækisins um uppsagnir 15 starfsmanna um næstu mánaðamót, sem grípa hafi þurft til vegna samdráttar í verkefnum. Um er að ræða fimm prósent starfsmanna alls fyrirtækisins, bæði bílstjóra og starfsfólk farþegaafgreiðslu. Samdráttinn má meðal annars rekja til þess að fyrirtækið neyðist til að hætta áætlunarferðum í Bláa Lónið að sögn stjórnarformanns. „Bláa lónið sagði upp samningi við okkur frá og með 1. apríl, að okkur er ekki heimilt að selja baðgjald í Bláa lónið og það er algjör forsenda þess að geta boðið upp á áætlunarferðir í Bláa lónið að geta borið upp á baðgjald í leiðinni,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi. Hann segir ákvörðun Bláa Lónsins að vissu leyti ekki hafa komið á óvart í ljósi þess að rútufyrirtæki í eigu hluthafa Bláa Lónsins, hafi tekið við áætlunarferðum í lónið. Vill Þórir meina að svo virðist sem eigendur hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni. „Eigendur Bláa lónsins, þeir eiga líka rútufyrirtæki og þeir eru að fara á stað með þessa starfsemi og þeim finnst greinilega auðveldara að sækja í verkefni sem aðrir eru með. Það er náttúrlega þekkt í ferðaþjónustunni að sumir eru „púllerar“ og aðrir eru „takerar“ og þannig er bara lífið,“ segir Þórir. Þá segir hann aukinnar samkeppni gæta af hálfu erlendra fyrirtækja sem sniðgangi skatta og gjöld og virði ekki íslenska kjarasamninga. „Það er náttúrlega alveg klárt stjórnvöld þurfa að girða sig í brók og koma í veg fyrir þessi undanskot hjá þessum aðilum og félagsleg undirboð sem því fylgir. Þetta er bara svartur blettur á ferðaþjónustunni,“ segir Þórir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira