Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 17:52 Vísir/Pjetur „Ég er ekki „kunningi“ Braga Guðbrandssonar og hann hefur að mér vitandi aldrei gengið minna erinda.“ Þetta skrifar prestur og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar í tilkynningu til fjölmiðla vegna fréttaflutnings um son sinn og Braga Guðbrandsson, sem er í ársleyfi sem forstjóri Barnaverndarstofu, Í frétt Stundarinnar frá því í gær er haldið fram að Bragi hafi hlutast til um meðferð máls barna sem Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hélt utan um. Málið tengist föður sem grunaður var um kynferðisbrot gegn dætrum sínum og í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er sagt frá því að Bragi hafi beitt sér fyrir því að faðirinn fengi að umgangast dætur sínar. Stundin hefur eftir prestinum, sem er afi stúlknanna, að hann hefði verið málkunnugur Braga á árum áður. Í yfirlýsingunni segir maðurinn hins vegar að Stundin geri honum upp kunningsskap við Braga.Afinn er prestur og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar. Hann segir trúnaðargögn sem lekið hefur verið til Stundarinnar vera úr samhengi og innihalda ósannar fullyrðingar.Sjá einnig: Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinuHann þvertekur þó fyrir að Bragi hafi gengið sinna erinda og segir þá ekki vera kunningja. Þeir hafi einungis hist einu sinni og það fyrir mörgum árum. „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ Afinn segir enn fremur að barnaverndaryfirvöld hafi aldrei „tálmað eða takmarkað umgengni sonar míns við dætur sínar, hvorki á grundvelli meints gruns um kynferðisbrot eða af öðrum ástæðum“. Því sé ekki mögulegt að Bragi, eða neinn maður, gæti haft áhrif á ákvarðanatöku barnaverndaryfirvalda. Hann segir lögreglu hafa tekið málið til rannsóknar vegna ásakana frá barnsmóður sonar hans og fjölskyldu hennar. Sú rannsókn hafi ekki bent til þess að sonur hans hafi brotið gegn dætrum sínum eða nokkrum öðrum.Segir engin svör hafa fengist Afinn segir einnig að hann hafi kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfshátta barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar eftir að móðir stúlknanna hafi haldið því fram að hún gæti ekki staðið við umgengnissamkomulag þar sem barnaverndarnefnd heimilaði ekki umgengni. Þeir hafi engin svör fengið frá barnaverndarnefnd um hvaðan þessi fullyrðing væri komin og hvort í gangi væri eitthvað mál sem gæti staðið í vegi fyrir umgengni. „Þetta gerði ég þar sem eiginkona mín var þá dauðvona og þráði það að geta hitt barnabörn sín síðustu jólin sem hún lifði. Ég hafði samband við alla yfirmenn sem mér hugkvæmdist hjá stofnunum barnaverndaryfirvalda og reyndi að fá svör. Þá óskaði ég eftir því að þeir beittu sér til að hafa milligöngu við barnsmóður sonar míns og fá hana með einhverjum hætti til að leyfa ömmu barnanna að kveðja þær.“ Í umfjöllun Stundarinnar segir að gögn sem Stundin hafi undir höndum staðfesti að Bragi og afinn hafi átt í stöðugum samskiptum í árslok 2016 og byrjun ársins 2017. Bragi hafi beitt þrýstingi til að reyna að fá móðir stúlknanna til að leyfa fjölskyldunni að hitta stúlkurnar.Á þeim tíma hafi tilvísunarbréf barnaverndarnefndar vegna málsins legið óhreyft í pósthólfi Barnahúss. Stundin segir að í bréfinu hafi verið farið fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar „í ljósi sterkra og margvíslegra vísbendinga um að faðirinn hafi beitt þær kynferðisofbeldi“. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Opinn fundur velferðarnefndar um málið verður haldinn á miðvikudaginn, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins, en þar segir að velferðarráðuneytið hafi rannsakað kvörtun barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna starfa Braga og sagði félgasmálaráðherra að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi brotið af sér.Sjá einnig: Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Í áðurnefndri yfirlýsingu biður afinn einnig fjölmiðla, þingmenn og almenning um að „leyfa ekki heift og óbilgirni að særa fleiri“. „Hættið að nota saklaus börn sem skotfæri í ljótum leik stjórnmála- og embættismanna. Hversu mikilvægt sem þið teljið það að koma höggi á andstæðing, munið að það er raunverulegt fólk á bak við trúnaðargögnin sem þið fenguð einhvern til að leka. Og að sá sem lekur trúnaðargögnum velur hverju er lekið úr samhengi og hvaða ósannindum er hvíslað með.“ Tengdar fréttir Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35 Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég er ekki „kunningi“ Braga Guðbrandssonar og hann hefur að mér vitandi aldrei gengið minna erinda.“ Þetta skrifar prestur og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar í tilkynningu til fjölmiðla vegna fréttaflutnings um son sinn og Braga Guðbrandsson, sem er í ársleyfi sem forstjóri Barnaverndarstofu, Í frétt Stundarinnar frá því í gær er haldið fram að Bragi hafi hlutast til um meðferð máls barna sem Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hélt utan um. Málið tengist föður sem grunaður var um kynferðisbrot gegn dætrum sínum og í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er sagt frá því að Bragi hafi beitt sér fyrir því að faðirinn fengi að umgangast dætur sínar. Stundin hefur eftir prestinum, sem er afi stúlknanna, að hann hefði verið málkunnugur Braga á árum áður. Í yfirlýsingunni segir maðurinn hins vegar að Stundin geri honum upp kunningsskap við Braga.Afinn er prestur og fyrrverandi formaður barnaverndarnefndar. Hann segir trúnaðargögn sem lekið hefur verið til Stundarinnar vera úr samhengi og innihalda ósannar fullyrðingar.Sjá einnig: Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinuHann þvertekur þó fyrir að Bragi hafi gengið sinna erinda og segir þá ekki vera kunningja. Þeir hafi einungis hist einu sinni og það fyrir mörgum árum. „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ Afinn segir enn fremur að barnaverndaryfirvöld hafi aldrei „tálmað eða takmarkað umgengni sonar míns við dætur sínar, hvorki á grundvelli meints gruns um kynferðisbrot eða af öðrum ástæðum“. Því sé ekki mögulegt að Bragi, eða neinn maður, gæti haft áhrif á ákvarðanatöku barnaverndaryfirvalda. Hann segir lögreglu hafa tekið málið til rannsóknar vegna ásakana frá barnsmóður sonar hans og fjölskyldu hennar. Sú rannsókn hafi ekki bent til þess að sonur hans hafi brotið gegn dætrum sínum eða nokkrum öðrum.Segir engin svör hafa fengist Afinn segir einnig að hann hafi kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfshátta barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar eftir að móðir stúlknanna hafi haldið því fram að hún gæti ekki staðið við umgengnissamkomulag þar sem barnaverndarnefnd heimilaði ekki umgengni. Þeir hafi engin svör fengið frá barnaverndarnefnd um hvaðan þessi fullyrðing væri komin og hvort í gangi væri eitthvað mál sem gæti staðið í vegi fyrir umgengni. „Þetta gerði ég þar sem eiginkona mín var þá dauðvona og þráði það að geta hitt barnabörn sín síðustu jólin sem hún lifði. Ég hafði samband við alla yfirmenn sem mér hugkvæmdist hjá stofnunum barnaverndaryfirvalda og reyndi að fá svör. Þá óskaði ég eftir því að þeir beittu sér til að hafa milligöngu við barnsmóður sonar míns og fá hana með einhverjum hætti til að leyfa ömmu barnanna að kveðja þær.“ Í umfjöllun Stundarinnar segir að gögn sem Stundin hafi undir höndum staðfesti að Bragi og afinn hafi átt í stöðugum samskiptum í árslok 2016 og byrjun ársins 2017. Bragi hafi beitt þrýstingi til að reyna að fá móðir stúlknanna til að leyfa fjölskyldunni að hitta stúlkurnar.Á þeim tíma hafi tilvísunarbréf barnaverndarnefndar vegna málsins legið óhreyft í pósthólfi Barnahúss. Stundin segir að í bréfinu hafi verið farið fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar „í ljósi sterkra og margvíslegra vísbendinga um að faðirinn hafi beitt þær kynferðisofbeldi“. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, hefur boðað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, á fund nefndarinnar. Telur Halldór að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Opinn fundur velferðarnefndar um málið verður haldinn á miðvikudaginn, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins, en þar segir að velferðarráðuneytið hafi rannsakað kvörtun barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna starfa Braga og sagði félgasmálaráðherra að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi brotið af sér.Sjá einnig: Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Í áðurnefndri yfirlýsingu biður afinn einnig fjölmiðla, þingmenn og almenning um að „leyfa ekki heift og óbilgirni að særa fleiri“. „Hættið að nota saklaus börn sem skotfæri í ljótum leik stjórnmála- og embættismanna. Hversu mikilvægt sem þið teljið það að koma höggi á andstæðing, munið að það er raunverulegt fólk á bak við trúnaðargögnin sem þið fenguð einhvern til að leka. Og að sá sem lekur trúnaðargögnum velur hverju er lekið úr samhengi og hvaða ósannindum er hvíslað með.“
Tengdar fréttir Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35 Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10