Byggjum í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson og skrifa 28. apríl 2018 13:42 Húsnæðismál eru ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Öll þurfum við þak yfir höfuðið - við þurfum húsnæðisöryggi óháð efnahag og búsetu. Það er ein lykilforsenda heilbrigðs samfélags. Nægt framboð af húsnæði skiptir máli, en slíkt hefur ekki verið raunin. Árið 2016 voru 4 nýir íbúar um hverja íbúð en árið 2017 var talan komin í 6 nýja íbúa á hverja íbúð. Þetta sýnir okkur að vandinn hefur frekar verið að aukast heldur en hitt. Hlutverk sveitarfélagaEftirspurn eftir húsnæði hefur verið meiri en framboðið og slíkt skapar vandamál og hækkar verð. Uppbyggingin hefur samt verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en áður og hafa öll sveitarfélögin tekið þátt í þeirri uppbyggingu að Hafnarfirði undanskildum. Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík er 1726, 1048 í Kópavogi, 594 í Garðabæ, 550 í Mosfellsbæ en aðeins 150 í Hafnarfirði. Hlutfallslega er aukningin því minnst í Hafnarfirði og Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur ekki sinnt þessum málum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á fundi Samtaka iðnaðarins nýverið kom fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum. Við, hér í Hafnarfirði, getum ekki leyft okkur að sitja hjá líkt og við höfum gert undanfarin ár. Við höfum skyldu að gegna gagnvart samfélaginu okkar. Bent hefur verið á þá staðreynd að nú þegar tekið hefur að hægja á hagvextinum sé góður tími til að hefjast handa og byggja upp innviði eins og húsnæði. Vissulega þarf að gera það skynsamlega og fylgjast með að ekki sé byggt of mikið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og eru húsnæðisáætlanir gott verkfæri þegar kemur að slíku eftirliti. Hafnarfjörður hefur ekki enn sett sér húsnæðisáætlun. Slík áætlun þarf að vera vel unnin í víðtæki samstarfi og samráði við hagsmunaaðila eigi hún að nýtast sem það mikilvæga verkfæri sem sveitarfélög þurfa, og eiga að hafa, til að fá raunverulega mynd af stöðu mála. Hún gefur okkur einnig tækifæri til að greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja okkur áætlun um það hvernig skuli bregðast við, í nútíð og framtíð. Við þurfum lausnir – og erum með þær Við í Framsókn og óháðum munum tryggja nægt framboð lóða, skipuleggja ný svæði og ráðast í endurskoðun á gjöldum sveitarfélagsins með það að markmiði að þau lækki. Þá erum við sérstaklega að tala um lóðargjöldin, en sú staðreynd blasir við okkur að lóðargjöld eru 20% af heildarbyggingakostnaði. Einnig þurfum við meiri sveigjanleika í skipulagsskilmálum. Jafn strangir skilmálar og hafa viðgengist hér í Hafnarfirði hafa það í för með sér að framkvæmdaaðilar treysta sér ekki til að byggja ódýrt húsnæði. Við munum ráðast í þessar aðgerðir svo að mögulegt verði að byggja íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins og um leið tryggja að Hafnarfjörður verði samfélag þar sem allir fái notið sín. Sameinumst um þetta verkefni – við erum sterkari saman. Höfundur er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Öll þurfum við þak yfir höfuðið - við þurfum húsnæðisöryggi óháð efnahag og búsetu. Það er ein lykilforsenda heilbrigðs samfélags. Nægt framboð af húsnæði skiptir máli, en slíkt hefur ekki verið raunin. Árið 2016 voru 4 nýir íbúar um hverja íbúð en árið 2017 var talan komin í 6 nýja íbúa á hverja íbúð. Þetta sýnir okkur að vandinn hefur frekar verið að aukast heldur en hitt. Hlutverk sveitarfélagaEftirspurn eftir húsnæði hefur verið meiri en framboðið og slíkt skapar vandamál og hækkar verð. Uppbyggingin hefur samt verið meiri á höfuðborgarsvæðinu en áður og hafa öll sveitarfélögin tekið þátt í þeirri uppbyggingu að Hafnarfirði undanskildum. Fjöldi íbúða í byggingu í Reykjavík er 1726, 1048 í Kópavogi, 594 í Garðabæ, 550 í Mosfellsbæ en aðeins 150 í Hafnarfirði. Hlutfallslega er aukningin því minnst í Hafnarfirði og Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur ekki sinnt þessum málum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Á fundi Samtaka iðnaðarins nýverið kom fram að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á næstu 22 árum. Við, hér í Hafnarfirði, getum ekki leyft okkur að sitja hjá líkt og við höfum gert undanfarin ár. Við höfum skyldu að gegna gagnvart samfélaginu okkar. Bent hefur verið á þá staðreynd að nú þegar tekið hefur að hægja á hagvextinum sé góður tími til að hefjast handa og byggja upp innviði eins og húsnæði. Vissulega þarf að gera það skynsamlega og fylgjast með að ekki sé byggt of mikið. Þetta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga og eru húsnæðisáætlanir gott verkfæri þegar kemur að slíku eftirliti. Hafnarfjörður hefur ekki enn sett sér húsnæðisáætlun. Slík áætlun þarf að vera vel unnin í víðtæki samstarfi og samráði við hagsmunaaðila eigi hún að nýtast sem það mikilvæga verkfæri sem sveitarfélög þurfa, og eiga að hafa, til að fá raunverulega mynd af stöðu mála. Hún gefur okkur einnig tækifæri til að greina framboð og eftirspurn eftir mismunandi húsnæðisformum og setja okkur áætlun um það hvernig skuli bregðast við, í nútíð og framtíð. Við þurfum lausnir – og erum með þær Við í Framsókn og óháðum munum tryggja nægt framboð lóða, skipuleggja ný svæði og ráðast í endurskoðun á gjöldum sveitarfélagsins með það að markmiði að þau lækki. Þá erum við sérstaklega að tala um lóðargjöldin, en sú staðreynd blasir við okkur að lóðargjöld eru 20% af heildarbyggingakostnaði. Einnig þurfum við meiri sveigjanleika í skipulagsskilmálum. Jafn strangir skilmálar og hafa viðgengist hér í Hafnarfirði hafa það í för með sér að framkvæmdaaðilar treysta sér ekki til að byggja ódýrt húsnæði. Við munum ráðast í þessar aðgerðir svo að mögulegt verði að byggja íbúðir fyrir alla hópa samfélagsins og um leið tryggja að Hafnarfjörður verði samfélag þar sem allir fái notið sín. Sameinumst um þetta verkefni – við erum sterkari saman. Höfundur er oddviti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun