NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:00 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar Vísir/GVA Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“ Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sá fjórði handtekinn í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Sjá meira
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. Nýju lögin gera notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) að helsta þjónustuformi við fatlað fólk. Formaður NPA miðstöðvarinnar lýsir þjónustunni eins og frelsi eftir að hafa verið í stofufangelsi. Beðið hefur verið eftir lagaumgjörð um NPA frá árinu 2010, en NPA er þjónusta sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hún gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvaða aðstoð er veitt, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar, segir þjónustuna breyta lífum. „Þessi þjónustuna er eins og munurinn á að vera frjáls eða vera í stofufangelsi, lýsi ég þessu miðað við mína reynslu af hinni hefðbundnu þjónustu. Þá var sú þjónusta var bundin við heimili mitt,” segir Rúnar í samtali við Vísi. „En núna fylgir þjónustan bara mér persónulega. Til dæmis núna var ég að koma af fundi og ákvað svo að fara á annan stað í heimsókn og þá get ég það og aðstoðarmaðurinn fylgir mér hvert sem ég vil fara.”Hræðsla við að veita fötluðu fólki völd Rúnar segir það umhugsunarvert hversu langan tíma það hefur tekið að festa NPA í lög. „Við upplifum svolítið eins og fólk sé hrætt við að gefa fötluðu fólki völd. Það er einhver hræðsla við það. Við upplifum það bæði af höndum sveitarfélaganna og svo líka frá stéttarfélögunum. Jafnvel frá ríkinu líka. En ég veit ekki alveg hvað nákvæmlega er búið að þurfa að tefja þetta svona lengi. Mér finnst þetta óskiljanlegt því í raun vorum við komin með felst allt af því sem við erum komin með í dag fyrir tveimur árum síðan, með NPA sjálft, þó að stóru frumvörpin hafi ekki verið tilbúin.” Rúnar segir að þó að fagna beri nýju lögunum sé enn langt í land. „Þetta er alveg svakalega flott en við viljum líka benda á að sveitarfélögum er heimilt að gera samninga umfram þann fjölda sem ríkið hefur tryggt mótframlög fyrir. Það er það sem við sjáum sem næsta barátta er að það sé gengið á biðlistana. Við vitum að það eru um það bil 70 samningar sem sveitarfélögin vilja gera en ríkið hefur bara tryggt mótframlag fyrir einhverjum 30-40 samningum á þessu ári,“ segir Rúnar. „En það þýðir ekki að sveitarfélögin geti ekki bara farið af stað með þessa sjötíu samninga. Ef það gengur eftir að sveitarfélögin standi í því að fara af stað með þessa þjónustu og geri það með stolti, þá held ég að við verðum mjög sátt.“
Félagsmál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sá fjórði handtekinn í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00