Núverandi meirihluti í borginni stendur tæpt samkvæmt könnunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 10:25 Frá blaðamannafundi sumarið 2014 þegar nýr meirihluti Samfylkingarinnar, VG, Pírata og Bjartrar framtíðar var kynntur. vísir/vilhelm Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata myndi rétt svo halda velli ef kosið væri til borgarstjórnar í dag samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni myndu flokkarnir þrír fá samtals 47 prósenta fylgi og tólf borgarfulltrúa af 23. Ljóst er að meirihlutinn stendur afar tæpt því könnun sem Fréttablaðið birti niðurstöður úr fyrr í vikunni leiddi í ljós flokkarnir þrír fengu ellefu menn af 23 og myndu þannig ekki ná meirihluta. Hafa ber í huga þegar talað er um núverandi meirihluta að Björt framtíð á aðild að honum en mun ekki bjóða fram í borginni í vor. Fjórir flokkar eru því í meirihluta í borginni nú. Kosningaspá sem Kjarninn birti í vikunni bendir líka til þess að núverandi meirihluti sé „mjög valtur í sessi“, eins og það er orðað í spánni, en Samfylkingin, VG og Píratar myndu þó ná að halda meirihluta samkvæmt spánni. Inni í kosningaspá Kjarnans voru fjórar kannanir sem teknar voru á tímabilinu 8. mars til 25. apríl svo nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er ekki þar inni. Samkvæmt könnun stofnunarinnar mælist Samfylkingin nú með mesta fylgið eða 30,7 og átta borgarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 27,3 prósent og sjö borgarfulltrúar. Aðrir flokkar fá mun minna fylgi og er því ekki fjarri lagi að tala um turnana tvo í borginni. Þannig mælast Vinstri græn með 9,7 prósent fylgi, Miðflokkurinn með 7,3 prósent fylgi og Píratar með 6,8 prósent. Allir þessir flokkar myndu fá tvo borgarfulltrúar kjörna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Viðreisn mælist svo með 5,3 prósent og Flokkur fólksins 3,6 prósent og fær hvor flokkur um sig einn borgarfulltrúa. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Núverandi meirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata myndi rétt svo halda velli ef kosið væri til borgarstjórnar í dag samkvæmt nýrri könnun Morgunblaðsins sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samkvæmt könnuninni myndu flokkarnir þrír fá samtals 47 prósenta fylgi og tólf borgarfulltrúa af 23. Ljóst er að meirihlutinn stendur afar tæpt því könnun sem Fréttablaðið birti niðurstöður úr fyrr í vikunni leiddi í ljós flokkarnir þrír fengu ellefu menn af 23 og myndu þannig ekki ná meirihluta. Hafa ber í huga þegar talað er um núverandi meirihluta að Björt framtíð á aðild að honum en mun ekki bjóða fram í borginni í vor. Fjórir flokkar eru því í meirihluta í borginni nú. Kosningaspá sem Kjarninn birti í vikunni bendir líka til þess að núverandi meirihluti sé „mjög valtur í sessi“, eins og það er orðað í spánni, en Samfylkingin, VG og Píratar myndu þó ná að halda meirihluta samkvæmt spánni. Inni í kosningaspá Kjarnans voru fjórar kannanir sem teknar voru á tímabilinu 8. mars til 25. apríl svo nýjasta könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er ekki þar inni. Samkvæmt könnun stofnunarinnar mælist Samfylkingin nú með mesta fylgið eða 30,7 og átta borgarfulltrúar. Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar á eftir með 27,3 prósent og sjö borgarfulltrúar. Aðrir flokkar fá mun minna fylgi og er því ekki fjarri lagi að tala um turnana tvo í borginni. Þannig mælast Vinstri græn með 9,7 prósent fylgi, Miðflokkurinn með 7,3 prósent fylgi og Píratar með 6,8 prósent. Allir þessir flokkar myndu fá tvo borgarfulltrúar kjörna samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Viðreisn mælist svo með 5,3 prósent og Flokkur fólksins 3,6 prósent og fær hvor flokkur um sig einn borgarfulltrúa.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30
„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50