Innlent

Bein útsending: Verndarsvæði og þróun byggðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Mývatni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Mývatni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/gva
Sex erlendir fyrirlesarar segja frá áhugaverðum dæmum um lausnir sem tryggja vernd samhliða hagnýtingu náttúrugæða og menningararfs á ráðstefnu um hlutverk verndarsvæða í byggðaþróun sem fram fer í Veröld - húsi Vigdísar í dag. 

Ráðstefnan nefndir Verndarsvæði og þróun byggðar en uppleggið er að byggð og verndun styðji þannig hvert annað.

„Ráðstefnan er innlegg í umræðu hér á landi sem alltof oft snýst um að byggðaþróun og umhverfisvernd fari ekki saman. En reynsla annarra þjóða sýnir að verndun umhverfis þarf ekki að stangast á við byggð og atvinnurekstur, heldur getur hún stutt við blómlega búsetu,“ segir í tilkynningu vegna viðburðarins.

Að ráðstefnunni stendur Hrífandi, félag um náttúrumenningu. Dagskrána má sjá hér.

Beina útsendingu má sjá hér að neðan en hún stendur frá 10-15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×