KR-ingar minna á yfirburði sína í íslenskum fótbolta fyrir stórleikinn í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 16:00 Óskar Örn Hauksson og félagar fara af stað gegn Val í kvöld. Vísir/stefán Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar. Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.4 dagar þar til @Pepsideildin byrjarÞrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018 Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins. Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni. KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018 1 dagur í að @Pepsideildin byrji1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar. Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.4 dagar þar til @Pepsideildin byrjarÞrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018 Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins. Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni. KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018 1 dagur í að @Pepsideildin byrji1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00