Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin.
Allardyce sagði þó að Gylfi væri aðeins að skokka og ekki farinn að taka neinn þátt í æfingum liðsins. Það væri því langt í að hann myndi spila með liðinu.
Everton á að spila á útivelli gegn Huddersfield á morgun í ensku úrvalsdeildinni.
Everton á svo eftir þrjá leiki í deildinni en lokaleikur liðsins á tímabilinu er þann 13. maí á útivelli gegn West Ham. Ekki er enn útilokað að Gylfi nái að spila áður en tímabilinu lýkur.
Svo hefur Aston Villa staðfest að Birkir Bjarnason mun ekki spila með liðinu um helgina þar sem hann er meiddur á kálfa. Meiðslin eru þó ekki alvarleg.
Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Gott að sjá honum blæða á vellinum“
Körfubolti

Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn
Enski boltinn



Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn
Íslenski boltinn