Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:30 Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50