Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 13:26 Schroepfer lofaði breskum þingmönnum að herða eftirlit með pólitískum auglýsingum. Vísir/AFP Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum. Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum.
Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28