Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 12:48 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. vísir/eyþór Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47