„Það þarf að spila mótið, ræðst ekkert af spánni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 16:00 Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Valur ver Íslandsmeistaratitil sinn og Stjarnan heldur öðru sætinu samkvæmt spá sérfræðinganna. „Ég held það sé ekkert óeðlilegt að Val sé spáð 1. sæti. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir fara inn í þetta mót til að vinna bæði deild og bikar. Það sem ég bíð spenntastur eftir með Val er eru þeir líka að stefna eins langt í Evrópukeppninni?“ spyr Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Stjörnumenn þurfa að hafa mikið fyrir því að keppa við Val í sumar ef þeir ætla sér einhverja stærri hluti en annað sætið. Þeir eru með lítið breytt lið, sama þjálfara og það er komin góð rútína á allt það sem þeir eru að gera,“ var sérfræðiálit Freys Alexanderssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Meisturum hefur yfirleitt verið spáð góðu gengi árið eftir, en það þarf að spila mótið, það ræðst ekkert í þessari spá, en við erum með fínt lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Ég held að deildin verði bara mjög fín. Það eru 5-6 lið sem eru mjög öflug og gera öll tilkall til þess að verða meistarar. Það er alltaf eitthvað óvænt en ég sé það ekki alveg.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði spána vera eðlilega miðað við gengi liðsins. „Við erum búnir að vera í öðru sæti síðastliðin tvö ár, erum með mikinn stöðugleika í okkar leikmannahóp og liði, litlar breytingar sem er mjög gott.“ „Ég held þetta verði mjög jöfn deild, það er ekkert sjálfgefið í þessu. Deildin og liðin eru orðin virkilega sterk, vel þjálfuð og fá meiri upplýsingar um andstæðingana, meiri umgjörð um liðin en oft áður,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Val og Stjörnuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00 Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30 „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Valur ver Íslandsmeistaratitil sinn og Stjarnan heldur öðru sætinu samkvæmt spá sérfræðinganna. „Ég held það sé ekkert óeðlilegt að Val sé spáð 1. sæti. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir fara inn í þetta mót til að vinna bæði deild og bikar. Það sem ég bíð spenntastur eftir með Val er eru þeir líka að stefna eins langt í Evrópukeppninni?“ spyr Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Stjörnumenn þurfa að hafa mikið fyrir því að keppa við Val í sumar ef þeir ætla sér einhverja stærri hluti en annað sætið. Þeir eru með lítið breytt lið, sama þjálfara og það er komin góð rútína á allt það sem þeir eru að gera,“ var sérfræðiálit Freys Alexanderssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Meisturum hefur yfirleitt verið spáð góðu gengi árið eftir, en það þarf að spila mótið, það ræðst ekkert í þessari spá, en við erum með fínt lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Ég held að deildin verði bara mjög fín. Það eru 5-6 lið sem eru mjög öflug og gera öll tilkall til þess að verða meistarar. Það er alltaf eitthvað óvænt en ég sé það ekki alveg.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði spána vera eðlilega miðað við gengi liðsins. „Við erum búnir að vera í öðru sæti síðastliðin tvö ár, erum með mikinn stöðugleika í okkar leikmannahóp og liði, litlar breytingar sem er mjög gott.“ „Ég held þetta verði mjög jöfn deild, það er ekkert sjálfgefið í þessu. Deildin og liðin eru orðin virkilega sterk, vel þjálfuð og fá meiri upplýsingar um andstæðingana, meiri umgjörð um liðin en oft áður,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Val og Stjörnuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00 Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30 „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Sjá meira
Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00
Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30
„Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30
Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00
Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45