Á þráhyggja eins manns að ráða för? Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. apríl 2018 07:00 Þann 17. apríl birti Morgunblaðið fréttir af því, að Kristján Loftsson/Hvalur hf. myndi hefja veiðar á langreyðum aftur, eftir 2ja ára veiðihlé, en stórfellt magn fyrr drepinna hvala hafði reynzt óseljanlegt. Þetta kom mönnum því í opna skjöldu. Hvalveiðar hafa verið bannaðar frá 1986 – þó Íslendingar, Norðmenn og Japanir hafi þráast við að hlíta banni – og er sala á hvalkjöti og öllum afurðum hvala bönnuð um allan heim, að undanskildum nefndum 3 löndum, skv. „Samningi um alþjóðaverzlun með tegundir í útrýmingarhættu“, nefndur CITES, en árið 2016 höfðu 186 þjóðir heims, þ. á m. Ísland, staðfest þennan samning. Eru veiðiáformin réttlætt með því, „að vonir séu um að dregið verði úr innflutningshindrunum í Japan sem er helsta markaðsland hvalaafurða“, eins og segir í frétt í Morgunblaðinu, og, enn fremur: „Þá eru bundnar vonir við að hægt verði að þróa aðferðir til að vinna fæðubótarefni úr langreyðarkjöti?…“. Hér á sem sagt að murka líftóruna úr allt að 209 langreyðum, en langreyðurin er næststærsta núlifandi dýrategund jarðar, út á VONIR. Hvalir eru háþróuð spendýr, sem kenna hvert öðru, læra hvert af öðru, tengjast fjölskyldu- og vinaböndum, vinna og lifa saman í fjölskylduhópum, gleðjast og syrgja, finna til og þjást, svipað og við menn, enda er grunnbygging allra spendýra svipuð, þó að lögun, form og stærð líkama sé breytileg. Líkja má lifnaðarháttum og atferli hvala á margan hátt við fíla. Varðandi „vonir“ Kristjáns um bættan Japansmarkað og hugsanlega framleiðslu bætiefna úr hvalkjöti, skal á það minnt, að sala á hvalkjöti og öllum afurðum úr því er bönnuð um allan heim. Flutningar á slíkum afurðum eru líka bannaðir í lögsögu flestra landa. Hvað er þá maðurinn eiginlega að fara – þetta hlýtur að vera tilgangslaust og óþarft kvaladráp háþróaðra dýra – og, hvernig kemst maðurinn upp með þetta?Blóði drifinn auður Svarið er, að Hvalur hf. býr yfir miklum auði – úr fyrra hvaladrápi og fjárfestingum með því fé – reyndar er þessi auður blóði drifinn, en það virðist litlu breyta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og, jafnvel, Háskóla Íslands og aðra; Fjárframlög og styrkir, í ríflegum mæli, eru alltaf vel þegin. Hvaðan féð kemur, og, hvort á því kunni að vera blóðdropar, virðist ekki skipta máli. Núverandi ríkisstjórn hét þessu í stjórnarsáttmála: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum“. Vinstri grænir samþykktu 2015, að berjast fyrir hvalafriðun og gerðu að einu stefnumála sinna. Hvar er stjórnarsáttmálinn og stefna Vinstri grænna nú; búið að kaupa hvort tveggja fyrir blóðpeninga!? Ferðamannaþjónustan er orðin langstærsta og þýðingarmesta atvinnugrein landsmanna. Tvisvar sinnum stærri en sjávarútvegurinn í gjaldeyristekjum. Eins og segir í stjórnarsáttmála, er náttúra og lífríki landsins eitt stærsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Um hálf milljón ferðamanna fór í fyrra í friðsamar hvalaskoðanir, og var það hápunktur margra að komast nærri, upplifa og skynja návist þessara friðsömu risa hafanna. Fólk um allan heim gerir sér grein fyrir, að við erum búin að ganga heiftarlega á þessa einu jörð, sem við eigum, og lífríki hennar og að mál er til komið, að við stöðvum þennan ágang og þessa spillingu og eyðileggingu, og snúum þessari þróun við. Ungir sem aldnir víða um heim elska hina gáfuðu og friðsömu risa úthafanna. Ef þessi fyrirhugaði ljóti leikur Kristjáns Loftssonar verður endanlega leyfður, munu þúsundir eða milljónir manna rísa upp og mótmæla. Hundruð eða þúsundir manna, sem bera hlýhug til Íslands og hyggjast heimsækja okkur við tækifæri, munu hætta við. Margir munu setja rauðan stimpil á Ísland. Hvernig ætti líka að vera hægt að reka friðsama hvalaskoðun, dýrunum til dýrðar, annars vegar, og, hins vegar, murka úr þeim líftóruna, með hörmulegum og kvalafullum hætti? Kristján Loftsson og bandamenn hans, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra, réttlæta veiðileyfi með því, að hvalveiðar hafi verið hér við lýði, en samt hafi ferðamannastraumurinn aukist. Þetta er villandi eða alröng tilvitnun, því hvalveiði hefur að mestu legið niðri síðustu ár, auk þess, sem ferðamenn munu gera á því mikinn greinarmun, hvort tveir tugir hrefna, smáhvela, eru veiddir, eða á þriðja hundrað stórhveli; næststærsta dýrategund jarðarinnar.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 17. apríl birti Morgunblaðið fréttir af því, að Kristján Loftsson/Hvalur hf. myndi hefja veiðar á langreyðum aftur, eftir 2ja ára veiðihlé, en stórfellt magn fyrr drepinna hvala hafði reynzt óseljanlegt. Þetta kom mönnum því í opna skjöldu. Hvalveiðar hafa verið bannaðar frá 1986 – þó Íslendingar, Norðmenn og Japanir hafi þráast við að hlíta banni – og er sala á hvalkjöti og öllum afurðum hvala bönnuð um allan heim, að undanskildum nefndum 3 löndum, skv. „Samningi um alþjóðaverzlun með tegundir í útrýmingarhættu“, nefndur CITES, en árið 2016 höfðu 186 þjóðir heims, þ. á m. Ísland, staðfest þennan samning. Eru veiðiáformin réttlætt með því, „að vonir séu um að dregið verði úr innflutningshindrunum í Japan sem er helsta markaðsland hvalaafurða“, eins og segir í frétt í Morgunblaðinu, og, enn fremur: „Þá eru bundnar vonir við að hægt verði að þróa aðferðir til að vinna fæðubótarefni úr langreyðarkjöti?…“. Hér á sem sagt að murka líftóruna úr allt að 209 langreyðum, en langreyðurin er næststærsta núlifandi dýrategund jarðar, út á VONIR. Hvalir eru háþróuð spendýr, sem kenna hvert öðru, læra hvert af öðru, tengjast fjölskyldu- og vinaböndum, vinna og lifa saman í fjölskylduhópum, gleðjast og syrgja, finna til og þjást, svipað og við menn, enda er grunnbygging allra spendýra svipuð, þó að lögun, form og stærð líkama sé breytileg. Líkja má lifnaðarháttum og atferli hvala á margan hátt við fíla. Varðandi „vonir“ Kristjáns um bættan Japansmarkað og hugsanlega framleiðslu bætiefna úr hvalkjöti, skal á það minnt, að sala á hvalkjöti og öllum afurðum úr því er bönnuð um allan heim. Flutningar á slíkum afurðum eru líka bannaðir í lögsögu flestra landa. Hvað er þá maðurinn eiginlega að fara – þetta hlýtur að vera tilgangslaust og óþarft kvaladráp háþróaðra dýra – og, hvernig kemst maðurinn upp með þetta?Blóði drifinn auður Svarið er, að Hvalur hf. býr yfir miklum auði – úr fyrra hvaladrápi og fjárfestingum með því fé – reyndar er þessi auður blóði drifinn, en það virðist litlu breyta fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og, jafnvel, Háskóla Íslands og aðra; Fjárframlög og styrkir, í ríflegum mæli, eru alltaf vel þegin. Hvaðan féð kemur, og, hvort á því kunni að vera blóðdropar, virðist ekki skipta máli. Núverandi ríkisstjórn hét þessu í stjórnarsáttmála: „Dýralíf á Íslandi er hluti af íslenskri náttúru sem ber að vernda. Náttúran er auk þess stærsta aðdráttarafl Íslands fyrir ferðamenn. Endurskoða þarf löggjöf um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum“. Vinstri grænir samþykktu 2015, að berjast fyrir hvalafriðun og gerðu að einu stefnumála sinna. Hvar er stjórnarsáttmálinn og stefna Vinstri grænna nú; búið að kaupa hvort tveggja fyrir blóðpeninga!? Ferðamannaþjónustan er orðin langstærsta og þýðingarmesta atvinnugrein landsmanna. Tvisvar sinnum stærri en sjávarútvegurinn í gjaldeyristekjum. Eins og segir í stjórnarsáttmála, er náttúra og lífríki landsins eitt stærsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Um hálf milljón ferðamanna fór í fyrra í friðsamar hvalaskoðanir, og var það hápunktur margra að komast nærri, upplifa og skynja návist þessara friðsömu risa hafanna. Fólk um allan heim gerir sér grein fyrir, að við erum búin að ganga heiftarlega á þessa einu jörð, sem við eigum, og lífríki hennar og að mál er til komið, að við stöðvum þennan ágang og þessa spillingu og eyðileggingu, og snúum þessari þróun við. Ungir sem aldnir víða um heim elska hina gáfuðu og friðsömu risa úthafanna. Ef þessi fyrirhugaði ljóti leikur Kristjáns Loftssonar verður endanlega leyfður, munu þúsundir eða milljónir manna rísa upp og mótmæla. Hundruð eða þúsundir manna, sem bera hlýhug til Íslands og hyggjast heimsækja okkur við tækifæri, munu hætta við. Margir munu setja rauðan stimpil á Ísland. Hvernig ætti líka að vera hægt að reka friðsama hvalaskoðun, dýrunum til dýrðar, annars vegar, og, hins vegar, murka úr þeim líftóruna, með hörmulegum og kvalafullum hætti? Kristján Loftsson og bandamenn hans, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra, réttlæta veiðileyfi með því, að hvalveiðar hafi verið hér við lýði, en samt hafi ferðamannastraumurinn aukist. Þetta er villandi eða alröng tilvitnun, því hvalveiði hefur að mestu legið niðri síðustu ár, auk þess, sem ferðamenn munu gera á því mikinn greinarmun, hvort tveir tugir hrefna, smáhvela, eru veiddir, eða á þriðja hundrað stórhveli; næststærsta dýrategund jarðarinnar.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun