NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2018 21:00 Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira