Innlent

Auglýsir stöðu upplýsingafulltrúa aftur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra. vísir/hanna
Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að hætta við ráðningu í starf upplýsingafulltrúa ráðuneytisins sem auglýst var laust til umsóknar þann 10. mars síðastliðinn. Umsækjendum um starfið var tilkynnt um þetta með tölvupósti frá fyrirtækinu Attentus sem fer með ráðningarferlið og tilkynnt að starfið verði auglýst aftur á næstu dögum.

Í póstinum segir að þessu ákvörðun sé tekin „þar sem einungis 24 umsóknir bárust um starfið og uppfyllti aðeins hluti umsókna þau hæfniskilyrði sem tilgreind voru í auglýsingu.“

Þar af leiðandi telur ráðuneytið rétt að víkka út hæfnisskilyrðin og gera ítarlegri grein fyrir því í hverju starfið felst og freista þannig þess að hafa úr stærri hópi umsækjenda að velja. Fram kemur í tölvupóstinum að engin viðtöl muni fara fram á grundvelli fyrirliggjandi umsókna.

Þegar greint var frá því hverjir höfðu sótt um starfið kom fram að umsækjendurnir væru 25 en síðan upplýsti dómsmálaráðuneytið um að tveir hefðu dregið umsókn sína til baka og eftir stæðu eftirfarandi umsækjendur:

Aldís Gunnarsdóttir    

Auðunn Arnórsson    

Berglind Pétursdóttir    

Björn Friðrik Brynjólfsson    

Björn Sigurður Lárusson    

Eyþór Gylfason     

Gró Einarsdóttir    

Guðmunda Sigurðardóttir    

Guðmundur Albert Harðarson    

Guðmundur Heiðar Helgason    

Guðrún Óla Jónsdóttir    

Hulda Birna    

Inga Dóra Guðmundsdóttir    

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir    

Ragnar Auðunn Árnason    

Sólveig Fríða Guðrúnarsdóttir    

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir    

Tinna Garðarsdóttir    

Torfi Geir Sómonarson    

Viktor H. Andersen    

Þorbjörn Þórðarsson     

Þórdís Valsdóttir     

Ösp Ásgeirsdóttir


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×