Frakkinn Henri Michel lést í gær sjötugur að aldri en hann náði þeim áfanga að þjálfa átta landslið á glæstum ferli.
Hann var frábær leikmaður á sínum tíma og spilaði 58 landsleiki fyrir Frakka. Hann þjálfaði svo liðið frá 1984 til 1988.
Michel náði því að stýra Frakklandi, Kamerún, Marokkó og Fílabeinsströndinni á HM. Hann þjálfaði einnig landslið Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Miðbaugs-Gíneu og Kenía á ferlinum.
Hann varð þrisvar sinnum franskur meistari sem leikmaður Nantes. Hans fyrsta verk sem þjálfari var að vinna ÓL-gull með Frökkum árið 1984.
Hinn afkastamikli Michel lét víða til sín taka en fyrir utan að þjálfa öll þessi landslið þá vann hann fyrir PSG og nokkur afrísk félög.
Einn duglegasti þjálfari heims fallinn frá
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
