Twitter eftir magnaðan leik á Anfield: „Kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2018 21:15 Leikmenn Liverpool fagna í kvöld. vísir/afp Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppninnar en leikið var á Anfield í Bítlaborginni. Liverpool spilaði algjörlega frábærlega í kvöld og liðið lék við hvurn sinn fingur. Fremstur í flokki var Mohamed Salah en Egyptinn skoraði tvö mörk og lagði upp tvö önnur. Honum var skipt af velli um tuttugu mínútum fyrir leikslok í stöðunni 5-0 fyrir heimamenn. Roma náði að klóra í bakkann með tveimur mörkum undir lokin og á enn von fyrir síðari leikinn í Rómarborg. Ítalska liðið sló Barcelona út í átta liða úrslitum keppninnar. Liðið tapaði þá fyrri leiknum á Spáni 4-1 og útlitið svart. Rauðklæddir Rómverjar unnu hins vegar 3-0 sigur í síðari leiknum og tryggðu sér óvænt sæti í undanúrslitum.Að venju var Twitter líflegur vettvangur yfir leiknum í kvöld. Hér að neðan má sjá brot af því besta.Ok, þetta hlýtur að vera stærsti match-fixing skandall í sögu fótboltans. Það er ekkert lið svona ævintýralega lélegt.— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) April 24, 2018 HAHAHA HAHAHAHAHA! #Bobby— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) April 24, 2018 Hver kallar nafn mitt? Ert þetta þú, KIEV? #LivRom #cl365— Simmi Vil (@simmivil) April 24, 2018 87 mörk og tugir stoðsendingar. Hvar eru betri front three? pic.twitter.com/ePzUCeCkGJ— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) April 24, 2018 Er gríðarlega mikill Totti maður. Er því feginn í kvöld að hann sé hættur og þurfi ekki að þjást innan vallar. #SalahShow— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) April 24, 2018 Orðlaus— Hólmbert Friðjónsson (@holmbert) April 24, 2018 Fáránlega vel uppsettur leikur af hálfu Roma. Hafa línuna mjög hátt og gefa Salah, Mane og Firmino helst allan varnarhelminginn til að hlaupa. 10/10. Gætu jafnvel ýtt aðeins hærra ef eitthvað er.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 24, 2018 Ríghélt í hefðir og svoleiðis kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig kaldan í öðru markinu. Hann samt stendur enn #kopis pic.twitter.com/mwQ8WZUI8y— Einar Matthías (@einarmatt) April 24, 2018 Firmino samt! Þvílíkur fótboltamaður. Get bara ekki hætt að dáðst af honum.— Atli Viðar Björnsson (@atlividar) April 24, 2018 Sahmúel Örn Erlingsson— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) April 24, 2018 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Liverpool stuðningsmenn og fleiri áhugamenn um knattspyrnu heilluðust af leik Mohamed Salah og Liverpool er liðið vann 5-2 sigur á Roma í Meistaradeildinni fyrr í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum keppninnar en leikið var á Anfield í Bítlaborginni. Liverpool spilaði algjörlega frábærlega í kvöld og liðið lék við hvurn sinn fingur. Fremstur í flokki var Mohamed Salah en Egyptinn skoraði tvö mörk og lagði upp tvö önnur. Honum var skipt af velli um tuttugu mínútum fyrir leikslok í stöðunni 5-0 fyrir heimamenn. Roma náði að klóra í bakkann með tveimur mörkum undir lokin og á enn von fyrir síðari leikinn í Rómarborg. Ítalska liðið sló Barcelona út í átta liða úrslitum keppninnar. Liðið tapaði þá fyrri leiknum á Spáni 4-1 og útlitið svart. Rauðklæddir Rómverjar unnu hins vegar 3-0 sigur í síðari leiknum og tryggðu sér óvænt sæti í undanúrslitum.Að venju var Twitter líflegur vettvangur yfir leiknum í kvöld. Hér að neðan má sjá brot af því besta.Ok, þetta hlýtur að vera stærsti match-fixing skandall í sögu fótboltans. Það er ekkert lið svona ævintýralega lélegt.— Magnus Eyjolfsson (@magnusgeir) April 24, 2018 HAHAHA HAHAHAHAHA! #Bobby— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) April 24, 2018 Hver kallar nafn mitt? Ert þetta þú, KIEV? #LivRom #cl365— Simmi Vil (@simmivil) April 24, 2018 87 mörk og tugir stoðsendingar. Hvar eru betri front three? pic.twitter.com/ePzUCeCkGJ— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) April 24, 2018 Er gríðarlega mikill Totti maður. Er því feginn í kvöld að hann sé hættur og þurfi ekki að þjást innan vallar. #SalahShow— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) April 24, 2018 Orðlaus— Hólmbert Friðjónsson (@holmbert) April 24, 2018 Fáránlega vel uppsettur leikur af hálfu Roma. Hafa línuna mjög hátt og gefa Salah, Mane og Firmino helst allan varnarhelminginn til að hlaupa. 10/10. Gætu jafnvel ýtt aðeins hærra ef eitthvað er.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 24, 2018 Ríghélt í hefðir og svoleiðis kýldi gaurinn í röðinni fyrir framan mig kaldan í öðru markinu. Hann samt stendur enn #kopis pic.twitter.com/mwQ8WZUI8y— Einar Matthías (@einarmatt) April 24, 2018 Firmino samt! Þvílíkur fótboltamaður. Get bara ekki hætt að dáðst af honum.— Atli Viðar Björnsson (@atlividar) April 24, 2018 Sahmúel Örn Erlingsson— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) April 24, 2018
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira