Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2018 19:45 Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins stóðu ásamt öðrum fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um „rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi“ nú þegar um ár er liðið frá því að gjaldeyrishöftin voru að mestu afnumin. Á meðal fyrirlesara var Pétur Halldórsson forstjóri Nox Medical. Fyrirtækið þróar og framleiðir búnað til greiningar á svefni og svefntruflunum á alþjóðamarkaði. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum og er nú með fimmtíu starfsmenn. Pétur greindi frá því í sínu erindi að mikil gengisstyrking krónunnar frá árinu 2015 og hækkun á launakostnaði innanlands hefði falið í sér jafngildi 20 prósenta verðbólgu árlega yfir 40 mánaða tímabil fyrir félagið. Hér er það óstöðugleiki íslensku krónunnar sem hefur varpað skugga á annars blómlegan rekstur Nox Medical. Bragi Fjalldal framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Meniga hefur nákvæmlega sömu sögu að segja. Bragi segir að á aðeins örfáum árum hafi samkeppnisstaða Meniga gjörbreyst en félagið var stofnað árið 2009. „Fyrir Meniga sem fyrirtæki þá hefur gengi krónunnar styrkst um þrjátíu prósent frá því fyrirtækið var stofnað. Við þetta bætist launaskrið og við stöndum í dag frammi fyrir því að löndin í kringum okkur bjóða upp á launakostnað sem er tíu til þrjátíu prósent ódýrari en hér á Íslandi. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu í samkeppnislegu tilliti,“ segir Bragi. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 100. Hugbúnaður fyrirtækisins hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur hjá 50 milljón notendum í 20 löndum. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Lundúnum en umsvifamikla starfsemi á Íslandi, þar sem rætur þess liggja. Bragi segir að vandamál fyrirtækisins hér á landi megi fyrst og fremst rekja til óstöðugleika íslensku krónunnar. „Gjaldmiðillinn er stóri fíllinn í herberginu og við þurfum að tryggja stöðugleika til framtíðar. Hvort sem það er í formi krónunnar eða annarra gjaldmiðla,“ segir Bragi.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira