Að keppa í kerlingavisjón Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Eftir sjö vikna vætutíð hér í spánskum suðursveitum er ég orðinn svo hvekktur að ég fæst ekki til að sleppa takinu á regnhlífinni þó ekki sjáist lengur skýhnoðri á himni. Það sem lék mig verst í vætunni var að hér erum við umkringd ólífuökrum og heimssýn íbúanna tekur mið af því. Rétt eins og allt var metið út frá sauðkindinni í Mosfellssveit í Innansveitarkroníku. Hér er gott veður einungis veður sem hentugt er til ólífuræktunar. Þannig að þegar ég ætlaði að leyfa mér að blóta bannsettri rigningunni var ég tekinn á beinið líkt og villutrúarmaður og kaffærður í sannindum um hvað þetta væri gott fyrir akurinn. Meira að segja í bókabúðinni þar sem einungis ein skrifstofublók var að kaupa bréfaklemmur hlaut ég ámæli. Það góða við þetta allt saman er þó það að ég fór að skilja hvernig það er að búa í samfélagi sem hefur allt aðra sýn á hlutina en ég. Ég er meira að segja að spá í að temja mér annars konar viðbrögð næst þegar ég heyri einhvern tjá skoðun sem er alveg á skjön við smekk og sýn allra í kringum hann. Prófa jafnvel að sjá hlutina með hans augum. Það væri jafnvel hægt að keppa í því að tileinka sér sýn þess sem maður síst skilur. Þannig að meðan músíkantar tækjust á í Júróvisjón gæti Hannes Hólmsteinn keppt í kratavisjón, Gylfi Ægisson í hommavisjón, Katrín Jakobs í sjallavisjón, reyndar standa þeir leikar yfir einmitt núna. Og svo færi nú vel á því að Óli Þórðar reyndi kapp sitt í kerlingavisjón. Ég er viss um að margir misstu þá óþarfa hugmyndir sem þeir halda dauðahaldi í, rétt eins og ég með regnhlífina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir sjö vikna vætutíð hér í spánskum suðursveitum er ég orðinn svo hvekktur að ég fæst ekki til að sleppa takinu á regnhlífinni þó ekki sjáist lengur skýhnoðri á himni. Það sem lék mig verst í vætunni var að hér erum við umkringd ólífuökrum og heimssýn íbúanna tekur mið af því. Rétt eins og allt var metið út frá sauðkindinni í Mosfellssveit í Innansveitarkroníku. Hér er gott veður einungis veður sem hentugt er til ólífuræktunar. Þannig að þegar ég ætlaði að leyfa mér að blóta bannsettri rigningunni var ég tekinn á beinið líkt og villutrúarmaður og kaffærður í sannindum um hvað þetta væri gott fyrir akurinn. Meira að segja í bókabúðinni þar sem einungis ein skrifstofublók var að kaupa bréfaklemmur hlaut ég ámæli. Það góða við þetta allt saman er þó það að ég fór að skilja hvernig það er að búa í samfélagi sem hefur allt aðra sýn á hlutina en ég. Ég er meira að segja að spá í að temja mér annars konar viðbrögð næst þegar ég heyri einhvern tjá skoðun sem er alveg á skjön við smekk og sýn allra í kringum hann. Prófa jafnvel að sjá hlutina með hans augum. Það væri jafnvel hægt að keppa í því að tileinka sér sýn þess sem maður síst skilur. Þannig að meðan músíkantar tækjust á í Júróvisjón gæti Hannes Hólmsteinn keppt í kratavisjón, Gylfi Ægisson í hommavisjón, Katrín Jakobs í sjallavisjón, reyndar standa þeir leikar yfir einmitt núna. Og svo færi nú vel á því að Óli Þórðar reyndi kapp sitt í kerlingavisjón. Ég er viss um að margir misstu þá óþarfa hugmyndir sem þeir halda dauðahaldi í, rétt eins og ég með regnhlífina.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun