Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 23. apríl 2018 13:18 Vísir/valli Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið reykjavikerokkar@gmail.com og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið „Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Lagið sló rækilega í gegn fyrir tveimur árum og hefur síðan verið töluvert mikið spilað í útvarpi, á skemmtistöðum og í samkvæmum. Sveinbjörg Birna, sem hefur setið sem óháður borgarfulltrúi eftir að hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn í fyrra, greindi frá því í viðtali við DV að hún hefði íhugað að nefna nýtt framboð sitt eftir lagi Gauta og nota það í kosningabaráttunni. Sagði hún að Emmsjé Gauti hafi haft ákveðnar efasemdir um þá hugmynd.Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð. DV, Emmsjé er skrifað Emmsjé. pic.twitter.com/Q9cry9O4XZ— Emmsjé (@emmsjegauti) April 23, 2018 Það finnst Gauta greinilega ekki nógu djúpt í árina tekið. Á Twitter síðu sinni í dag birtir hann skjáskot af viðtalinu á DV.is og segist ekki hafa verið efins um neitt heldur handviss um að hann vildi ekki tengjast kosningabaráttu Sveinbjargar með neinum hætti. Hann segir Sveinbjörgu hafa tilkynnt bókara sínum að hún ætlaði á fulla ferð með slagorðið „Reykjavík er okkar“ og því til stuðnings birtir hann bréf sem honum barst frá henni ellefta apríl síðastliðinn. Þá var Sveinbjörg greinilega þegar búin að skrá netfangið reykjavikerokkar@gmail.com og sendir Emmsjé Gauta póstinn úr því netfangi. Gauti bætir því við að fyrri stjórnmálasaga Sveinbjargar sé ástæða þess að hann vilji ekki tengjast henni eða framboði hennar. Þar vísar hann líklega til umræðu um hvort leyfa ætti byggingu mosku í Reykjavík en Sveinbjörg setti sig alfarið gegn slíkum áformum. Þegar gengið var á hana og hún jafnvel sökuð um rasisma á samfélagsmiðlum gekk Sveinbjörg lengra og sagðist hafa áhyggjur af nauðungarhjónaböndum múslima á vesturlöndum. Sjálf þvertók Sveinbjörg fyrir að um fordóma væri að ræða. Hún tók fram að hún hefði búið í Sádí Arabíu í tæpt ár og hefði því reynslu af samfélögum múslima. Emmsjé Gauti var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi aðeins þetta mál. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent