Plokkarar fylltu poka á alþjóðlegum degi jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Það var mikið tínt af rusli í Norðlingaholti í gær. Vísir/ernir Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Sjá meira
Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Sjá meira
Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00
Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00