Stórar hugmyndir án útfærslu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 07:00 Í stefnuræðu sinni hvatti Sigmundur til þess að Íslendingar notuðu meira af olíu og gasi í stað kola. Vísir/ernir „Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
„Þetta virðist vera mjög í takti við þá pólitík sem Sigmundur Davíð rak í Framsóknarflokknum. Það í sjálfu sér kemur ósköp lítið á óvart,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, um landsþing Miðflokksins sem fram fór um helgina. Sem kunnugt er kom Miðflokkurinn nýr fram á hið pólitíska litróf fyrir alþingiskosningarnar síðasta haust. Flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna, manni færri en Framsóknarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði. Landsþingið nú var hið fyrsta sem flokkurinn heldur. Á landsþinginu var Gunnar Bragi Sveinsson kjörinn varaformaður og Anna Kolbrún Árnadóttir annar varaformaður. Sigmundur Davíð hlaut rússneska kosningu í embætti formanns. Í ræðu sinni á þinginu fór Sigmundur um víðan völl. Sagði hann meðal annars að flokkurinn væri ekki í vandamálabransanum heldur í lausnabransanum auk þess að umhverfismál voru honum hugleikin. „Bómullarrækt er gífurlega óumhverfisvæn á nánast alla mælikvarða,“ sagði hann og benti á að til að einn slíkur poki hefði í för með sér jafnmikil gróðurhúsaáhrif og 173 plastpokar. Þá sagði hann að Ísland ætti að stefna að því að nota meira af olíu og gasi í stað kola.Sjá einnig: Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng og Grétar.Umhverfismálin voru fyrirferðarmikil í stefnuræðu formannsins.Vísir/Björn G. Sigurðsson„Margt af því sem einkenndi Framsókn Sigmundar hefur yfirfærst á Miðflokkinn,“ segir Eiríkur. Nefnir hann í því samhengi þjóðlegar áherslur flokksins í táknmyndum á landsþinginu. „Flokkurinn sækir í þennan þjóðlega grunn sem flokkar í nágrannalöndum okkar hafa líka gert. Þó er ekki, að minnsta kosti enn sem komið er, um þjóðernispopúlisma að ræða.“ Meðal þess sem er sambærilegt með Miðflokknum nú og Framsóknarflokknum áður nefnir Eiríkur að talað sé um stórar hugmyndir án þess að þær séu útfærðar nánar. Ekki sé margt í stefnunni sem hönd á festir og meðal skýrustu stefnumála sé eiginleg niðurlagning Ríkisútvarpsins í núverandi mynd. „Sigmundur hefur verið í átökum við þá stofnun undanfarið. Persóna hans er æði samofin og miðlæg í Miðflokknum,“ segir Eiríkur. Að mati Grétars hefur flokkurinn staðsett sig á miðjunni en nokkuð hægra megin við Framsóknarflokkinn. Þó að Miðflokkurinn sé klofningur úr Framsóknarflokknum hafi Sjálfstæðismenn einnig gengið í flokkinn. Að mati hans er óvíst af yfirlýsingum um helgina að dæma hvort flokkurinn geti orðið stjórntækur við núverandi stjórnskipan. „Mér fannst eilítið á Sigmundi að honum þætti ekki æskilegt að stjórnmálaflokkar væru að miðla málum þegar þeir starfa í ríkisstjórn. Það er dálítið nýstárlegt miðað við þann raunveruleika sem við búum við enda ekki hægt að mynda neitt nema samsteypustjórnir. Kannski verður það næsta sem kemur frá flokknum að breyta kjördæmakerfinu,“ segir Grétar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30 Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35 Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Landsþing Miðflokksins fer fram um helgina. 21. apríl 2018 08:30
Boðar nýja tíma í íslenskum stjórnmálum því „ekki veiti af“ Sigmundur Davíð setti fyrsta landsþing Miðflokksins í dag. 21. apríl 2018 11:35
Kerfishugsun ekki til þess fallin að leysa stóru vandamálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, boðaði nýja nálgun á stjórnmálin í stefnuræðu sinni. 22. apríl 2018 18:53