Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2018 18:28 Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Vísir/Gunnar.V. Andrésson Að minnsta kosti sextíu heimaþjónustuljósmæður hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með morgundeginum 23. apríl, þar til samningar við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður hafi ákveðið að leggja niður störf. Hún segir að mikil samstaða ríki innan stéttarinnar og hún býst við því að hinar 30 sem skráðar eru fylgi þeirra fordæmi.Ellen segir að allar líkur séu á að hinar þrjátíu heimaþjónustuljósmæðurnar á skrá fari að fordæmi hinna sem leggja niður störf á morgun. Það sé mikil samstaða ríkjandi.Ellen BáraAð sögn Ellenar mun ákvörðunin bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild vegna þess að skortur á heimaþjónustuljósmæðrum leiði til þess að konur þurfi að dvelja á deildinni í marga daga. „Þetta verður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild að hafa konur inniliggjandi sængurlegu í fjóra til fimm daga af því engin er heimaþjónustan.“ Þetta sé það eina í stöðunni fyrir nýbakaða foreldra fyrir utan alvarlegri kost sem sé þá að útskrifa móður og nýbura og hafa þau án eftirlits.Er það ekki varhugavert?„Jú, þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál en eitthvað þarf að gera.“Eruð þið búnar að tilkynna yfirvöldum að þið hyggist leggja niður störf?„Já það er búið að senda þetta á Svandísi Svavarsdóttur og verið er að tilkynna deildunum okkar á Landspítalanum að frá og með morgundeginum verði þetta svona. Þetta bitnar mest á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild. Þú getur ekki útskrifað, allavega frumbyrjur, svona fljótt heim eins og hefur verið gert á meðan að heimaþjónustan hefur verið.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður hafi samið við Sjúkratryggingar Íslands og að samningurinn hafi verið sendur til ráðuneytisins fyrir páska. Hún segir að heimaþjónustuljósmæður hafi ekkert heyrt frá ráðuneytinu síðan. „Ég veit ekki hvort þeir séu að bíða bara eftir því að samningar náist við ríkið og ljósmæður almennt en Sjúkratryggingarnar voru búnar að samþykkja nýjan samning við okkur og við búnar að samþykkja hann og átti bara eftir að senda upp í ráðuneytið sem þetta liggur þar núna.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður séu lægst launuðu verktakar á landinu.Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Að minnsta kosti sextíu heimaþjónustuljósmæður hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með morgundeginum 23. apríl, þar til samningar við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður hafi ákveðið að leggja niður störf. Hún segir að mikil samstaða ríki innan stéttarinnar og hún býst við því að hinar 30 sem skráðar eru fylgi þeirra fordæmi.Ellen segir að allar líkur séu á að hinar þrjátíu heimaþjónustuljósmæðurnar á skrá fari að fordæmi hinna sem leggja niður störf á morgun. Það sé mikil samstaða ríkjandi.Ellen BáraAð sögn Ellenar mun ákvörðunin bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild vegna þess að skortur á heimaþjónustuljósmæðrum leiði til þess að konur þurfi að dvelja á deildinni í marga daga. „Þetta verður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild að hafa konur inniliggjandi sængurlegu í fjóra til fimm daga af því engin er heimaþjónustan.“ Þetta sé það eina í stöðunni fyrir nýbakaða foreldra fyrir utan alvarlegri kost sem sé þá að útskrifa móður og nýbura og hafa þau án eftirlits.Er það ekki varhugavert?„Jú, þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál en eitthvað þarf að gera.“Eruð þið búnar að tilkynna yfirvöldum að þið hyggist leggja niður störf?„Já það er búið að senda þetta á Svandísi Svavarsdóttur og verið er að tilkynna deildunum okkar á Landspítalanum að frá og með morgundeginum verði þetta svona. Þetta bitnar mest á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild. Þú getur ekki útskrifað, allavega frumbyrjur, svona fljótt heim eins og hefur verið gert á meðan að heimaþjónustan hefur verið.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður hafi samið við Sjúkratryggingar Íslands og að samningurinn hafi verið sendur til ráðuneytisins fyrir páska. Hún segir að heimaþjónustuljósmæður hafi ekkert heyrt frá ráðuneytinu síðan. „Ég veit ekki hvort þeir séu að bíða bara eftir því að samningar náist við ríkið og ljósmæður almennt en Sjúkratryggingarnar voru búnar að samþykkja nýjan samning við okkur og við búnar að samþykkja hann og átti bara eftir að senda upp í ráðuneytið sem þetta liggur þar núna.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður séu lægst launuðu verktakar á landinu.Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira