Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2018 18:28 Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Vísir/Gunnar.V. Andrésson Að minnsta kosti sextíu heimaþjónustuljósmæður hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með morgundeginum 23. apríl, þar til samningar við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður hafi ákveðið að leggja niður störf. Hún segir að mikil samstaða ríki innan stéttarinnar og hún býst við því að hinar 30 sem skráðar eru fylgi þeirra fordæmi.Ellen segir að allar líkur séu á að hinar þrjátíu heimaþjónustuljósmæðurnar á skrá fari að fordæmi hinna sem leggja niður störf á morgun. Það sé mikil samstaða ríkjandi.Ellen BáraAð sögn Ellenar mun ákvörðunin bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild vegna þess að skortur á heimaþjónustuljósmæðrum leiði til þess að konur þurfi að dvelja á deildinni í marga daga. „Þetta verður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild að hafa konur inniliggjandi sængurlegu í fjóra til fimm daga af því engin er heimaþjónustan.“ Þetta sé það eina í stöðunni fyrir nýbakaða foreldra fyrir utan alvarlegri kost sem sé þá að útskrifa móður og nýbura og hafa þau án eftirlits.Er það ekki varhugavert?„Jú, þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál en eitthvað þarf að gera.“Eruð þið búnar að tilkynna yfirvöldum að þið hyggist leggja niður störf?„Já það er búið að senda þetta á Svandísi Svavarsdóttur og verið er að tilkynna deildunum okkar á Landspítalanum að frá og með morgundeginum verði þetta svona. Þetta bitnar mest á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild. Þú getur ekki útskrifað, allavega frumbyrjur, svona fljótt heim eins og hefur verið gert á meðan að heimaþjónustan hefur verið.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður hafi samið við Sjúkratryggingar Íslands og að samningurinn hafi verið sendur til ráðuneytisins fyrir páska. Hún segir að heimaþjónustuljósmæður hafi ekkert heyrt frá ráðuneytinu síðan. „Ég veit ekki hvort þeir séu að bíða bara eftir því að samningar náist við ríkið og ljósmæður almennt en Sjúkratryggingarnar voru búnar að samþykkja nýjan samning við okkur og við búnar að samþykkja hann og átti bara eftir að senda upp í ráðuneytið sem þetta liggur þar núna.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður séu lægst launuðu verktakar á landinu.Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Að minnsta kosti sextíu heimaþjónustuljósmæður hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með morgundeginum 23. apríl, þar til samningar við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður hafi ákveðið að leggja niður störf. Hún segir að mikil samstaða ríki innan stéttarinnar og hún býst við því að hinar 30 sem skráðar eru fylgi þeirra fordæmi.Ellen segir að allar líkur séu á að hinar þrjátíu heimaþjónustuljósmæðurnar á skrá fari að fordæmi hinna sem leggja niður störf á morgun. Það sé mikil samstaða ríkjandi.Ellen BáraAð sögn Ellenar mun ákvörðunin bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild vegna þess að skortur á heimaþjónustuljósmæðrum leiði til þess að konur þurfi að dvelja á deildinni í marga daga. „Þetta verður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild að hafa konur inniliggjandi sængurlegu í fjóra til fimm daga af því engin er heimaþjónustan.“ Þetta sé það eina í stöðunni fyrir nýbakaða foreldra fyrir utan alvarlegri kost sem sé þá að útskrifa móður og nýbura og hafa þau án eftirlits.Er það ekki varhugavert?„Jú, þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál en eitthvað þarf að gera.“Eruð þið búnar að tilkynna yfirvöldum að þið hyggist leggja niður störf?„Já það er búið að senda þetta á Svandísi Svavarsdóttur og verið er að tilkynna deildunum okkar á Landspítalanum að frá og með morgundeginum verði þetta svona. Þetta bitnar mest á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild. Þú getur ekki útskrifað, allavega frumbyrjur, svona fljótt heim eins og hefur verið gert á meðan að heimaþjónustan hefur verið.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður hafi samið við Sjúkratryggingar Íslands og að samningurinn hafi verið sendur til ráðuneytisins fyrir páska. Hún segir að heimaþjónustuljósmæður hafi ekkert heyrt frá ráðuneytinu síðan. „Ég veit ekki hvort þeir séu að bíða bara eftir því að samningar náist við ríkið og ljósmæður almennt en Sjúkratryggingarnar voru búnar að samþykkja nýjan samning við okkur og við búnar að samþykkja hann og átti bara eftir að senda upp í ráðuneytið sem þetta liggur þar núna.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður séu lægst launuðu verktakar á landinu.Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira