Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Turda 31-28 | Eyjamenn fara með forystu til Rúmeníu Einar Kárason skrifar 21. apríl 2018 17:45 Kári Kristján og félagar þurfa að eiga toppleik í dag. vísir/ernir Mikil spenna var í loftinu fyrir leik ÍBV gegn rúmenska liðinu Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Leikurinn í dag var fyrri leikur liðanna og því mikilvægt fyrir Eyjamenn að ná góðum úrslitum til að taka með sér í seinni leikinn. Leikurinn fór fjöruglega af stað og mörkin komu hvert eftir annað á fyrstu mínútum leiksins og eftir tæplega stundarfjórðungs leik var staðan 9-8, heimaliðinu í vil. Mikið jafnræði var með liðunum allan hálfleikinn og um leið og ÍBV virtist ætla að ná að slíta sig í burtu komu Rúmenarnir til baka. Hálfleikstölur voru 15-13. Síðari hálfleikurinn var nánast nákvæmlega eins og sá fyrri þar sem liðin skoruðu sitt á hvað og þegar annað liðið klikkaði þá svöruðu kollegar þeirra í sömu mynt. Gestirnir voru mikið að láta reka sig útaf og Eyjamenn geta nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt liðsmuninn betur. Til að mynda voru ÍBV 4 mörkum yfir og manni fleiri þegar um 3 mínútur lifðu leiks en á þeim kafla skoruðu gestirnir 2 mörk. Kári Kristján náði þó að svara með marki sem þýddi að ÍBV vann leikinn með 3 mörkum. Theódór Sigurbjörnsson fór fyrir liði ÍBV í dag og var vægast sagt frábær. Hann skoraði 14 mörk úr 17 skotum. Næstu menn þar á eftir voru Kári Kristján Kristjánsson og Sigurbergur Sveinsson með 4 mörk hvor. Hjá gestunum dreifðust mörkin út um allt en markahæstu menn Potaissa Turda skoruðu 5 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 8 skot í marki Eyjamanna á meðan markverðir Rúmenana tóku samtals 14 bolta.Arnar: Verðum að nýta þessi færi „Ég er aðeins svekktur", sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir leik. „Við unnum þetta en mér fannst við fara illa með dauðafæri og við hefðum getað unnið þetta stærra. En svona er þetta. Við tökum þetta veganesti með okkur.“ Eyjamenn nýttu sér það illa þegar þeir voru manni fleiri inni á vellinum og tók Arnar undir þau orð. „Já, mjög illa. Það er eitthvað sem við verðum að skoða. Svo verðum við bara að nýta þessi færi sem við erum að spila okkur í. Við eigum það inni og við förum út til þess að vinna þá.“ Aðspurður hver munurinn væri á liðinum svaraði hann: „Munurinn er ekkert gríðarlega mikill. Þeir eru klókir, sterkir líkamlega og hanga vel á bolta. Þetta er flott lið og verðugur andstæðingur í þessari keppni,“ sagði Arnar Pétursson.Kári Kristján: Mútar ekki norskum dómara Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, var nokkuð sáttur eftir sigurinn gegn Potaissa Turda. „Sigur er sigur. 3 mörk eru ekkert alltof mikið en það er eitthvað og við eigum nóg inni. Varnarlega eigum við alveg glás inni, markvarsla. Við erum að klúðra rosalega mörgum færum í þessum leik þannig að við getum bætt okkur allstaðar fyrir útileikinn.“ Hann hafði ekki neinar töluverðar áhyggjur af þessum útileik þrátt fyrir að Valsmenn hafi komið illa út úr för sinni þangað. „Við vitum að það verða norskir dómarar. Þú mútar ekki norskum dómara með 100 þúsund kalli þannig að ég held að það verði bara fair play þarna úti. Ég býst ekki við öðru. Við munum láta þennan leik verða sýnilegan í vikunni þannig að það verði ekki of seint í rassinn gripið ef eitthvað gerist. Það verða allir meðvitaðir um þennan leik þegar út er komið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Íslenski handboltinn
Mikil spenna var í loftinu fyrir leik ÍBV gegn rúmenska liðinu Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Leikurinn í dag var fyrri leikur liðanna og því mikilvægt fyrir Eyjamenn að ná góðum úrslitum til að taka með sér í seinni leikinn. Leikurinn fór fjöruglega af stað og mörkin komu hvert eftir annað á fyrstu mínútum leiksins og eftir tæplega stundarfjórðungs leik var staðan 9-8, heimaliðinu í vil. Mikið jafnræði var með liðunum allan hálfleikinn og um leið og ÍBV virtist ætla að ná að slíta sig í burtu komu Rúmenarnir til baka. Hálfleikstölur voru 15-13. Síðari hálfleikurinn var nánast nákvæmlega eins og sá fyrri þar sem liðin skoruðu sitt á hvað og þegar annað liðið klikkaði þá svöruðu kollegar þeirra í sömu mynt. Gestirnir voru mikið að láta reka sig útaf og Eyjamenn geta nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt liðsmuninn betur. Til að mynda voru ÍBV 4 mörkum yfir og manni fleiri þegar um 3 mínútur lifðu leiks en á þeim kafla skoruðu gestirnir 2 mörk. Kári Kristján náði þó að svara með marki sem þýddi að ÍBV vann leikinn með 3 mörkum. Theódór Sigurbjörnsson fór fyrir liði ÍBV í dag og var vægast sagt frábær. Hann skoraði 14 mörk úr 17 skotum. Næstu menn þar á eftir voru Kári Kristján Kristjánsson og Sigurbergur Sveinsson með 4 mörk hvor. Hjá gestunum dreifðust mörkin út um allt en markahæstu menn Potaissa Turda skoruðu 5 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 8 skot í marki Eyjamanna á meðan markverðir Rúmenana tóku samtals 14 bolta.Arnar: Verðum að nýta þessi færi „Ég er aðeins svekktur", sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir leik. „Við unnum þetta en mér fannst við fara illa með dauðafæri og við hefðum getað unnið þetta stærra. En svona er þetta. Við tökum þetta veganesti með okkur.“ Eyjamenn nýttu sér það illa þegar þeir voru manni fleiri inni á vellinum og tók Arnar undir þau orð. „Já, mjög illa. Það er eitthvað sem við verðum að skoða. Svo verðum við bara að nýta þessi færi sem við erum að spila okkur í. Við eigum það inni og við förum út til þess að vinna þá.“ Aðspurður hver munurinn væri á liðinum svaraði hann: „Munurinn er ekkert gríðarlega mikill. Þeir eru klókir, sterkir líkamlega og hanga vel á bolta. Þetta er flott lið og verðugur andstæðingur í þessari keppni,“ sagði Arnar Pétursson.Kári Kristján: Mútar ekki norskum dómara Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn öflugi, var nokkuð sáttur eftir sigurinn gegn Potaissa Turda. „Sigur er sigur. 3 mörk eru ekkert alltof mikið en það er eitthvað og við eigum nóg inni. Varnarlega eigum við alveg glás inni, markvarsla. Við erum að klúðra rosalega mörgum færum í þessum leik þannig að við getum bætt okkur allstaðar fyrir útileikinn.“ Hann hafði ekki neinar töluverðar áhyggjur af þessum útileik þrátt fyrir að Valsmenn hafi komið illa út úr för sinni þangað. „Við vitum að það verða norskir dómarar. Þú mútar ekki norskum dómara með 100 þúsund kalli þannig að ég held að það verði bara fair play þarna úti. Ég býst ekki við öðru. Við munum láta þennan leik verða sýnilegan í vikunni þannig að það verði ekki of seint í rassinn gripið ef eitthvað gerist. Það verða allir meðvitaðir um þennan leik þegar út er komið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti