Leigubílstjórinn gaf sig fram við lögreglu Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 20. apríl 2018 13:28 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þangað tók hann leigubíl. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. Bílstjórinn er ekki grunaður um neitt saknæmt og þegar hefur verið tekin skýrsla af honum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Bílstjórinn gaf sig fram við lögreglu í dag, að sögn Ólafs, en óskað hafði verið eftir framburði hans síðan Sindri strauk úr fangelsinu að Sogni um klukkan eitt aðfararnótt þriðjudags. Hann var mættur upp á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum síðar. Ólafur segir enn fremur að ekki sé óeðlilegt að vitni séu svo lengi að gefa sig fram. Þá hafi verið tekin skýrsla af bílstjóranum en ekkert nýtt komið fram við skýrslutökuna.Sjá einnig: Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Að sögn Ólafs liggur nú fyrir hvar leigubílstjórinn tók Sindra upp í bílinn. Ólafur kveðst þó ekki ætla að upplýsa nánar um það á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og ítrekar Ólafur að engar samningaviðræður séu í gangi milli lögreglu og Sindra, eins og Sindri hélt fram í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu í morgun. Þá segir Ólafur lögreglu ekki vera á leiðinni erlendis að leita að Sindra. Um yfirlýsingu Sindra segir Ólafur að fróðlegt væri að vita hvaðan hún hafi borist. Þá sé ekki hægt að segja til um það hvort einhver frá Fréttablaðinu, sem birti yfirlýsinguna, verði yfirheyrður vegna málsins. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Leigubílstjórinn, sem Sindri Þór Stefánsson fékk far með upp á Keflavíkurflugvöll á þriðjudagsmorgun, hefur gefið sig fram við lögreglu. Bílstjórinn er ekki grunaður um neitt saknæmt og þegar hefur verið tekin skýrsla af honum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Bílstjórinn gaf sig fram við lögreglu í dag, að sögn Ólafs, en óskað hafði verið eftir framburði hans síðan Sindri strauk úr fangelsinu að Sogni um klukkan eitt aðfararnótt þriðjudags. Hann var mættur upp á Keflavíkurflugvöll um þremur klukkustundum síðar. Ólafur segir enn fremur að ekki sé óeðlilegt að vitni séu svo lengi að gefa sig fram. Þá hafi verið tekin skýrsla af bílstjóranum en ekkert nýtt komið fram við skýrslutökuna.Sjá einnig: Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Að sögn Ólafs liggur nú fyrir hvar leigubílstjórinn tók Sindra upp í bílinn. Ólafur kveðst þó ekki ætla að upplýsa nánar um það á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er nú í fullum gangi og ítrekar Ólafur að engar samningaviðræður séu í gangi milli lögreglu og Sindra, eins og Sindri hélt fram í yfirlýsingu sem hann sendi Fréttablaðinu í morgun. Þá segir Ólafur lögreglu ekki vera á leiðinni erlendis að leita að Sindra. Um yfirlýsingu Sindra segir Ólafur að fróðlegt væri að vita hvaðan hún hafi borist. Þá sé ekki hægt að segja til um það hvort einhver frá Fréttablaðinu, sem birti yfirlýsinguna, verði yfirheyrður vegna málsins.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01