Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2018 10:01 Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Vísir/Ernir Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli. Í yfirlýsingu, sem Sindri sendi Fréttablaðinu í morgun, segir að hann hafi verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna en hafi um leið verið gert ljóst að ef hann færi myndi hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt.Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum.„Ákveðin nauð“ Spurður að því hvort Sindri hafi verið neyddur til að dvelja um nóttina á Sogni segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, um að ræða „ákveðna nauð“ þar sem Sindra hafi verið gefnir afarkostir.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri heldur því einnig fram í yfirlýsingu að um sé að ræða mannréttindabrot og hyggst kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Aðspurður hvort hann sé sammála Sindra að um mannréttindabrot sé að ræða segist Þorgils telja að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni miðað við eðli málsins. „Þetta er ofboðslega íþyngjandi úrræði,“ segir Þorgils. Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu Þá segist Þorgils ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Sindra að honum hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi án sönnunargagna. Sindri var í varðhaldi vegna gruns um aðild að Bitcoin-málinu svokallaða þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Þorgils ítrekar að Sindri hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Mér heyrist á þessu að hann sé að lýsa því yfir enn og aftur.“ Aðspurður segir Þorgils hafa rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli í þeim efnum. Sindri hafi auk þess ekki látið verjanda sinn vita af yfirlýsingunni sem hann sendi Fréttblaðinu en Þorgils segir þá jafnframt ekki hafa ræðst við í dag. Þá veit Þorgils ekki hvar Sindri er niðurkominn en hefur haft milligöngu um samskipti Sindra við lögreglu sem verjandi hans. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli. Í yfirlýsingu, sem Sindri sendi Fréttablaðinu í morgun, segir að hann hafi verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna en hafi um leið verið gert ljóst að ef hann færi myndi hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt.Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum.„Ákveðin nauð“ Spurður að því hvort Sindri hafi verið neyddur til að dvelja um nóttina á Sogni segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, um að ræða „ákveðna nauð“ þar sem Sindra hafi verið gefnir afarkostir.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri heldur því einnig fram í yfirlýsingu að um sé að ræða mannréttindabrot og hyggst kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Aðspurður hvort hann sé sammála Sindra að um mannréttindabrot sé að ræða segist Þorgils telja að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni miðað við eðli málsins. „Þetta er ofboðslega íþyngjandi úrræði,“ segir Þorgils. Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu Þá segist Þorgils ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Sindra að honum hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi án sönnunargagna. Sindri var í varðhaldi vegna gruns um aðild að Bitcoin-málinu svokallaða þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Þorgils ítrekar að Sindri hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Mér heyrist á þessu að hann sé að lýsa því yfir enn og aftur.“ Aðspurður segir Þorgils hafa rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli í þeim efnum. Sindri hafi auk þess ekki látið verjanda sinn vita af yfirlýsingunni sem hann sendi Fréttblaðinu en Þorgils segir þá jafnframt ekki hafa ræðst við í dag. Þá veit Þorgils ekki hvar Sindri er niðurkominn en hefur haft milligöngu um samskipti Sindra við lögreglu sem verjandi hans.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43
Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15