Viðskipti innlent

Samruni Icelandic Seafood og Solo Seafood

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kaupverðið nemur rúmlega sjö milljörðum.
Kaupverðið nemur rúmlega sjö milljörðum. vísir/eyþór
Í dag keypti Icelandic Seafood International (ISI) félagið Solo Seafood, aðaleiganda Icelandic Iberica á Spáni, á sjö milljarða króna. Icelandic Seafood fylgir ekki með í kaupunum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að framtíðarstefnan sé sett á að byggja áfram á góðum grunni Solo Seafood.

Sameinað fyrirtæki sér fram á að þjóna um 3000 viðskiptavinum í fleiri en 45 löndum.

Solo Seafood er fyrirtæki í eigu Sjávarsýnar, fjárfestingarfélags Bjarna Ármanssonar, FISK Seafood, Jakobs Valgeirs og Nesfisks.

Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Iceland Iberica, segir að það séu spennandi tímar framundan hjá fyrirtækinu og hann hlakkar til að verða með samrunanum, leiðandi á markaðnum.

„Okkar markmið er að vera í fararbroddi á markaðnum með hágæðavörur bæði fyrir núverandi og nýja viðskiptavini.“

Hægt er að lesa tilkynninguna í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×