Norsk laxeldisfyrirtæki féllu í verði vegna áforma um auðlindagjöld Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:29 Fiskeldi í sjókvíum er atvinnugrein sem vaxið hefur hratt á Íslandi á síðustu árum. Frá sjókvíaeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréfaverð í norskum laxeldisfyrirtækjum lækkaði í Kauphöllinni í Osló eftir að norsk stjórnvöld upplýstu um áform um að setja sérstök auðindagjöld á norsk laxeldisfyrirtæki. Eftir opnun markaða í morgun féll hlutabréfaverð í Salmar um 8,8 prósent, Grieg Seafood lækkaði um 6,3 prósent, Leroy um 5 prósent og Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Noregs, lækkaði um 4,3 prósent. Fiskeldi er næststærsta útflutningsatvinnugrein Norðmanna á eftir olíu- og gasi en atvinnugreinin hefur legið undir gagnrýni vegna þess hversu frek hún er á umhverfið. Norska fjármálaráðuneytið hefur greint frá því að það standi til að setja sérstök auðlindagjöld á laxeldisfyrirtækin frá og með árinu 2020 án þess að upplýsa nákvæmlega um útfærslu þeirra. Kynnt hafa veri áform um svipaða gjaldtöku hér á landi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur greint frá því að í haust verði lagt fram frumvarp um tilhögun gjaldtökunnar. Hins vegar gerir nýtt frumvarp um fiskeldi ráð fyrir því að kostnaður vegna aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum sjókvíaeldis fyrir umhverfið verði fyrst um sinn greiddur af ríkissjóði með auknum framlögum ríkisins til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis. Umhverfissjóðurinn hefur verið fjármagnaður af fyrirtækjum í sjókvíaeldi frá árinu 2008 þegar hann var settur á laggirnar en markmið og tilgangur sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira