Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að atvik þar sem bensínsprengju var grýtt um að glugga húsnæðis í Súðarvogi í Reykjavík í nótt sé rannsaka sem almannahættubrot. Íbúar voru inni í húsinu þegar sprengjunni var kastað þar inn en þeim tókst að slökkva eldinn sjálfir.
Eldur kviknaði í húsinu skömmu eftir miðnætti í nótt og urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Rúða brotnaði þegar bensínsprengjunni var kastað inn. Brennuvargurinn komst undan en hans er nú leitað.
Rannsókn málsins er sögð á viðkvæmu stigi.
Eldsprengjuárásin rannsökuð sem almannahættubrot

Tengdar fréttir

Bensínsprengju kastað inn um glugga í Súðarvogi
Eldur kom upp í húsi við Súðarvog skömmu eftir miðnætti í nótt.